Líkir Makrílgengd við engisprettufaraldur Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2013 20:11 Handfæraveiðar á makríl verði frjálsar Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, segir að verði handfæraveiðar á makríl gefnar frjálsar muni það koma byggðum til góða án þess að það komi niður á stofninum. mynd/GVA „Þetta minnir að vissu leyti á engisprettufaraldur í Biblíunni.“ Þetta segir Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, um aukningu á makrílgengd hér við land síðustu ár. Handfærabátar komu með 4.668 tonn af makríl að landi í sumar og hefur magnið aldrei verið meira. Hann segir smábátasjómenn kalla eftir frjálsum handfæraveiðum á makríl, enda muni það ekki hafa teljandi áhrif á afkomu stofnsins. „Kóngar eða faraóar hafa aldrei bannað fólki að drepa engisprettur vegna þess að annað land vildi halda upp á stofninn sinn. Frekar á að siga mönnum á makrílinn því hann mun klárlega raska því jafnvægi sem hefur ríkt hérna við Ísland.“ Arthur segir að svæðisfélög smábátasjómanna hafi síðustu vikur allflest ályktað um frjálsar handfæraveiðar á makríl.„Þetta eru litlar stærðir en þær skipta mannskapinn og litlu byggðarlögin miklu máli og hafa lítið með það að gera hvort makrílstofninn lifi eða deyji.“ Arthur segir margt brenna á meðlimum sambandsins, til dæmis hafi menn áhyggjur af því hvernig ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar Íslands til sjávarútvegsráðherra stangist á við reynslu manna á miðunum. „Ekki bara með magn, heldur líka með samsetningu afla. Víða eru menn í standandi vandræðum vegna ýsu, sem á ekki að vera til samkvæmt gögnum Hafró. Að skora á stjórnvöld að auka ýsuheimildirnar hefur verið mikið í umræðunni. Veiðigjöldin brenna líka á mönnum, sem koma sérdeilis illa við meðalstórar og smáar útgerðir,“ segir Arthur. Hann segir einnig að vilji sé fyrir því að strandveiðimönnum verði gert kleift að róa fjóra daga í viku yfir sumartímann og jafnvel að hægt verði að velja mánuði úr ákveðnu tímabili til veiðanna.samuel@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira
„Þetta minnir að vissu leyti á engisprettufaraldur í Biblíunni.“ Þetta segir Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, um aukningu á makrílgengd hér við land síðustu ár. Handfærabátar komu með 4.668 tonn af makríl að landi í sumar og hefur magnið aldrei verið meira. Hann segir smábátasjómenn kalla eftir frjálsum handfæraveiðum á makríl, enda muni það ekki hafa teljandi áhrif á afkomu stofnsins. „Kóngar eða faraóar hafa aldrei bannað fólki að drepa engisprettur vegna þess að annað land vildi halda upp á stofninn sinn. Frekar á að siga mönnum á makrílinn því hann mun klárlega raska því jafnvægi sem hefur ríkt hérna við Ísland.“ Arthur segir að svæðisfélög smábátasjómanna hafi síðustu vikur allflest ályktað um frjálsar handfæraveiðar á makríl.„Þetta eru litlar stærðir en þær skipta mannskapinn og litlu byggðarlögin miklu máli og hafa lítið með það að gera hvort makrílstofninn lifi eða deyji.“ Arthur segir margt brenna á meðlimum sambandsins, til dæmis hafi menn áhyggjur af því hvernig ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar Íslands til sjávarútvegsráðherra stangist á við reynslu manna á miðunum. „Ekki bara með magn, heldur líka með samsetningu afla. Víða eru menn í standandi vandræðum vegna ýsu, sem á ekki að vera til samkvæmt gögnum Hafró. Að skora á stjórnvöld að auka ýsuheimildirnar hefur verið mikið í umræðunni. Veiðigjöldin brenna líka á mönnum, sem koma sérdeilis illa við meðalstórar og smáar útgerðir,“ segir Arthur. Hann segir einnig að vilji sé fyrir því að strandveiðimönnum verði gert kleift að róa fjóra daga í viku yfir sumartímann og jafnvel að hægt verði að velja mánuði úr ákveðnu tímabili til veiðanna.samuel@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira