Innlent

Sérstök verðlaun fyrir mislit hrútlömb

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Mofellingar, Kjalnesingar og Kjósverjar sameinast í hrútasýningu.
Mofellingar, Kjalnesingar og Kjósverjar sameinast í hrútasýningu. Fréttablaðið/Stefán
Sameiginleg hrútasýning og lambaskoðun fyrir Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós verður haldin að Kiðafelli í Kjós mánudaginn 14 . október.

„Þar gefst bændum kostur á að fá stiguð og ómmæld lömb og veturgamla hrúta,“ segir í tilkynningu frá Sauðfjárræktarfélagið Kjós á heimasíðu sveitarfélagsins.

Veitt eru verðlaun fyrir góðan árangur í sauðfjárrækt. „Líkt og í fyrra verður verðlaunað sérstaklega fyrir stigahæsta mislita/kollótta lambhrútinn. Sýningin er jafnframt vettvangur til að verða sér út um gripi til kynbóta,“ segir Sauðfjárræktarfélagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×