Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Ísland - Þýskaland 0-3 | Aldrei möguleiki gegn Þjóðverjum Óskar Ófeigur Jónsson í Växjö skrifar 14. júlí 2013 00:01 Þjóðverjar fagna marki í leiknum í kvöld. Nordicphotos/AFP Íslenska kvennalandsliðið tapaði 0-3 á móti Evrópumeisturum Þýskalands í Vaxjö í kvöld í öðrum leik liðsins á EM í Svíþjóð. Þetta var langt og erfitt kvöld fyrir íslensku stelpurnar en markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir sá til þess að þýsku mörkin urðu aðeins þrjú. Íslensku stelpurnar voru bara númeri of litlar fyrir þær þýsku í kvöld en þrátt fyrir slæmt tap á liðið enn möguleika á að komast áfram í átta liða úrslitin. Þýska liðið var reyndar smá tíma í gang í leiknum en svo jókst pressan með hverri mínútu eftir að þær þýsku fundu taktinn. Það er hægt að skrifa fyrstu tvö mörkin á varnarmistök en frábær markvarsla Guðbjargar sá til þess að flestar bestu sóknir þýska liðsins enduðu ekki með marki. Guðbjörg varði hvað eftir annað í fyrri hálfleiknum þar á meðal frábært skot Célia Okoyino da Mbabi, stórhættulegan skalal í slá og þrjú skot í röð á nokkrum sekúndum. Í fyrsta markinu sofnuðu íslensku stelpurnar illilega á verðinum. Dzsenifer Marozsan fékk of mikinn tíma á boltanum á miðjunni og stakk knettinum aftur fyrir Hallberu sem var of sein að átta sig. Lena Lotzen kláraði færið mjög vel. Annað markið sitt fengu þær þýsku hinsvegar á silfurfati þegar Hólmfríður Magnúsdóttir tapaði boltanum fyrir framan teiginn. Guðbjörg varði fyrra skotið en kom engum vörnum við þegar Célia Okoyino da Mbabi setti frákastið í markið. Markið átti líklega aldrei að standa enda mikil rangstöðulykt af því. Katrín Ómarsdóttir kom inn á miðjuna í hálfleik og boltinn stoppaði aðeins á miðjunni til að byrja með en síðan tóku þær þýsku öll völd aftur. Katrín fór síðan að kvarta fljótlega undan tognun aftan í læri og entist á endanum aðeins í 25 mínútur. Það hlaut samt að koma að því að þýska liðið fyndi leiðina í markið framhjá Guðbjörgu og Célia Okoyino da Mbabi bætti við sínu öðru marki rétt fyrir leikslok og setti um leið nýtt markamet í einu Evrópumeistaramóti. Þessi úrslit breyta ekki því að íslenska liðið á enn möguleika á því að komast áfram í átta liða úrslitin og leikurinn á móti Hollandi á miðvikudaginn kemur mun eins og flestir bjuggust við ráða örlögum íslensku stelpnanna í keppninni. Þar skipti miklu máli að þýsku mörkin urðu "bara" þrjú því stærra tap hefði gert markatöluna að óvin á lokadegi riðilsins. Þýska liðið gat nefnilega auðveldlega skorað miklu fleiri mörk í kvöld slíkir voru yfirburðirnir. Íslenska liðið á enn möguleika en liðið þarf að spila allt annan og miklu betri leik á móti því hollenska. Markatalan þýðir líka að íslenska liðið verður að vinna Holland til þess að eiga mögulega - jafntefli dugar ekki lengur eftir þetta tap í kvöld. Guðbjörg: Enginn markmaður ánægður með að fá á sig þrjú mörkNordicphotos/AFP„Ég bjóst ekki við því að Þjóðverjar yrðu með svona ótrúlega mikla yfirburði. Ég bjóst að við myndum gefa þeim meiri mótspyrnu en þetta var mjög erfitt. Við ætluðum að reyna að halda núllinu sem lengst en vendipunkturinn var samt annað markið. Á meðan það var 1-0 þá trúir maður alltaf því þá þarf svo lítið til að jafna," sagði Guðbjörg. „Þegar það var komið 0-2 og lítið gekk upp sóknarlega þá misstum við hausinn. Þegar þú missir hausinn þá er þetta búið," sagði Guðbjörg en hún átti stórleik í íslenska markinu og bjargaði því að liðið fékk ekki stóran skell. „Ég þekki ekki neinn markmann sem er ánægður með leik þar sem hann fær á sig þrjú mörk. Það er mjög erfitt að fara kokhraust héðan. Ég verð samt að hugsa jákvætt og að ég hafi gert eitthvað jákvætt í leiknum svona á meðan ég fer yfir öll mörkin sem ég fékk á mig. Ég þarf að horfa á einhverjar markvörslur líka svo að ég haldi nú sjálfstraustinu fyrir næsta leik," sagði Guðbjörg. „Þetta er alls ekki búið. Ég var að heyra það inn í klefa að við þyrftum núna að vinna Holland en þannig er það bara. Við erum upp við vegg og það er pressa á okkur. Við þurfum bara að vinna út úr því eins og atvinnumenn. Við þurfum bara að vinna þær," sagði Guðbjörg. „Við vorum að spila þennan leik og ég þarf að nota kvöldið í það að svekkja sig. Strax og við vöknum í fyrramálið þá förum við að einbeita okkur að Hollandi. Það er mjög jafn leikur því þær eru alls ekki betri en við," sagði Guðbjörg um framhaldið. „Ég held að Ísland og Holland séu mjög svipuð lið. Við spilum svolítið öðruvísi fótbolta en ég held að þetta séu svipuð lið að styrkleika. Við eigum alla möguleika að vinna ef að við náum góðum leik," sagði Guðbjörg. Sigurður Ragnar: Gæðamunurinn á liðunum var of mikillÞjóðverjar fagna.Nordicphotos/Getty„Þær voru mjög góðar í dag og við vorum í basli á móti þeim á stórum köflum í leiknum. Við reyndum að verjast vel en í sóknarleiknum náðum við ekki að búa mikið til. Gæðamunurinn á liðuinum var of mikill," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska liðsins. „Þýska liðið spilaði mjög vel í dag og var miklu betra en á móti Hollandi. Svo gæti líka verið að Holland hafi spilað virkilega vel á móti þýska liðinu. Vonandi getum við tekið Hollendingana. Við erum að fara í úrslitaleik á móti þeim um að komast í átta liða úrslit. Við getum náð markmiðinu okkar ennþá og þurfum sigur í þeim leik," sagði Sigurður Ragnar. „Guðbjörg varði rosalega vel oft á tíðum og tvær til þrjár markvörslur voru stórkostlegar. Það er mjög gott að hún sé að koma svona sterk inn í fjarveru Þóru. Það er gott að eiga svona góða markmenn og það er ljós punktur," sagði Sigurður Ragnar en hann sá fleiri jákvæða punkta. „Mér fannst Glódís komast líka vel frá leiknum. Hún fékk mikið traust að byrja inn á í þessum leik. Sumir höfðu áhyggjur af því að hún virkaði stressuð í síðasta leik. Hún er einn efnilegasti leikmaðurinn sem við eigum og hún þarf að fá að spila þessa leiki og fá reynslu. Það var frábært fyrir hana að fá að byrja í dag og hún stóðst fyllilega mínar væntingar í dag," sagði Sigurður Ragnar. „Allir leikmenn átta sig á stöðunni. Við áttum við ofurefli að etja í dag og við getum ekki eytt löngum tíma í að vera fúl yfir því. Það er bara að jafna sig fyrir næsta leik sem er úrslitaleikur. Við vitum mikilvægi leiksins og ég er viss um að það gera allar allt sem í þeirra valdi stendur að undirbúa sig vel og vera klárar þegar sá leikur byrjar," sagði Sigurður Ragnar. Margrét Lára: Þær voru bara miklu betri en viðMargrét Lára fylgist með Þjóðverjum fagna marki í kvöld.Nordicphotos/AFPMargrét Lára Viðarsdóttir fékk ekki úr miklu að moða í Vexjö í kvöld ekki frekar en aðrir sóknarleikmenn íslenska liðsins enda íslenska liðið í varnarhlutverki allan tímann. „Sumir leikir þróast bara svona. Við vissum það fyrir leikinn að við þyrftum að spila vel varnarlega og vera duglegar að hlaupa. Við gerðum það ágætlega á köflum. Þýskaland sýndi það bara í dag að þær eru því miður bara klassa ofar en við ennþá," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir eftir 0-3 tap á móti Þýskalandi á EM í kvöld. „Ef við erum hreinskilin þá bjargaði Gugga okkur oft frábærlega. Hún átti stórleik en samt töpuðum við 0-3. Við héldum engum boltum, náðum aldrei að færa okkur upp völlinn almennilega. Það er erfitt því þá er maður alltaf að elta. Þær eru frábærar í móttöku og sendingu og kunna að spila fótbolta. Þær voru bara miklu betri en við," sagði Margrét Lára. „Þýskaland var komið upp að vegg í riðlinum og urðu að vinna. Þær þýsku klikka ekki þegar þær mega ekki við því," sagði Margrét Lára. „Staðan á mér er fín, ég bara missteig mig aðeins í lokin. Það er ekki neitt. Ég kláraði þessar 90 mínútur bara vel og var að taka spretti allar 90 mínúturnar. Ég er að komast í betra form, líður bara vel og er klár í 90 mínútur," sagði Margrét Lára. „Þetta er þétt dagskrá og það voru einhverja sem meiddust en ég hef engar áhyggjur af því að þessir leikmenn verði ekki komnar í lag fyrir næsta leik. Það er mikilvægur leikur og það eru allir tilbúnir að gefa allt sitt í alla leiki. Það er einstakur karakter í þessum hóp og við komum til baka. Ég get lofað þér því," sagði Margrét Lára. Sara Björk: Ég var bara að drepast í maganumÞjóðverjar skora annað mark sitt. Mikil rangstöðulykt var af marki þeirra.Nordicphotos/AFPSara Björk Gunnarsdóttir gat ekki klárað leikinn á móti Þýskalandi í kvöld en hún bað um skiptingu í seinni hálfleiknum. Hún var svekkt bæði yfir úrslitunum en líka að hafa þurft að fara útaf. „Ég fékk magakrampa og var bara að drepast í maganum. Ég byrjaði að fá þetta í hálfleik og ætlaði að reyna að hlaupa þetta úr mér. Svo versnaði það bara og ég þurfti því miður að biðja um skiptingu," sagði Sara Björk Gunnarsdóttir. „Ég hef ekki lent í þessu áður en það er ömurlegt að þurfa að biðja um skiptingu vegna einhvers magadæmi. Það er leiðinlegt en það komu ferskir fætur inn á í staðinn," sagði Sara Björk. „Þær fundu taktinn frá byrjun. Þær voru mjög hreyfanlegar, margar mjög teknískar og með mikinn hraða. Þegar við vorum með boltann þá settu þær endalausa pressu á okkur. Við höfum ekki mikinn tíma og vorum með mikið af misheppnuðum sendingum útaf. Þetta gekk ekki alveg upp hjá okkur í dag en þær eru ekki fimmfaldir meistarar fyrir ekki neitt," sagði Sara. „Við ætluðum að koma fullar af sjálfstrausti og krafti inn í leikinn en þær komu líka út með þannig hugarfar," sagði Sara. „Gugga var alveg frábær í leiknum og við hefðum getað fengið miklu fleiri mörk á okkur. Hún hélt okkur inn í leiknum," sagði Sara. „Við getum hugsað um þennan leik í kvöld en svo ætlum við að vakna á morgun og fara að hugsa um Hollandsleikinn. Við höfum mikla trú á því að við getum náð öllum þremur stigunum þar," sagði Sara. „Ég held að það sé kominn tími á þrjú stig. Við erum ekki þekktar fyrir upgjöf. Við munum berjast þangað til að við fáum þessi þrjú stig," sagði Sara Björk. Dóra María: Varnarleikur i 90 mínúturDóra María í leiknum í kvöld.Nordicphotos/AFPDóra María Lárusdóttir spilaði tvær stöður í tapinu á móti Þýskalandi í kvöld. Hún byrjaði í hægri bakverðinum en fór síðan inn á miðjuna þegar Sara Björk Gunnarsdóttir þurfti að fara af velli. „Þetta var mjög erfitt og bara varnarleikur í 90 mínútur. Við náðum voðalítið að sækja í þessum leik," sagði Dóra María eftir leik. „Ég held að þær hafi verið of góðar. Við héldum skipulaginu en áttum í erfiðleikum með að finna samherja. Þær voru mjög þéttar og pressuðu okkur stíft. Það reyndist okkur erfitt," sagði Dóra. „Við vorum búin að tala um það fyrir keppnina að fjögur stig væru mjög gott. Við eigum ennþá bullandi möguleika á því að komast áfram," sagði Dóra María. Íslenska liðið verður samt að vinna Holland í lokaleiknum til þess að komast í átta liða úrslitin. „Það hefur ekkert hjálpað okkur í gegnum tíðina að spila upp á eitthvað jafntefli. Það er ágætt að þurfa bara að vinna þennan Hollandsleik," sagí Dóra María og bætti við: „Vonandi tekst okkur bara að ná öðru sætinu í riðlinu. Það er enn möguleiki á því. Ef við vinnum Holland sannfærandi á sama tíma og Noregur eða Þýskaland vinna stórt í innbyrðisleik sínum. Það er bara gaman að það sé allt undir á lokadegi riðilsins," sagði Dóra María. Glódís Perla: Við getum líka unnið Holland eins og Noregur„Þetta var mjög erfitt í kvöld. Þær spiluðu rosalega vel saman og voru fastar fyrir. Það lá mikið á okkur," sagði Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska liðsins. „Ég losaði mig við stressið og reyndi bara að njóta þess að spila og hugsa um þetta eins og hvern annan leik," sagði Glódís Perla sem var ekkert að velta því fyrir sér hvaða stórstjörnu hún var að dekka. „Ég vissi hvort sem er ekkert hver þetta var hvort sem er þannig að það var lítið hægt að pæla í því," sagði Glódís. „Þær spiluðu kannski aðeins betur en við bjuggumst við. Við náðum ekki að halda skipulaginu eins og við ætluðum að gera. Við náðum ekki að vera þéttar og vinna annan boltann," sagði Glódís. „Við náðum ekki uppspilinu okkar. Við ætluðum að spila boltanum betur upp völlinn en þær lokuðu öllu og við þurftum bara að sparka langt eða gera eitthvað annað," sagði Glódís. „Noregur vann Holland þannig að við getum líka unnið Holland. Við verðum bara að gleyma þessum leik sem fyrst og fara að hugsa um þann næsta," sagði Glódís. Katrín: Rosalega góðar í sinni pressuKatrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, hafði í nóg að snúast í kvöld enda að glíma við hina öflugu Célia Okoyino da Mbabi sem á endanum skoraði tvö mörk í 3-0 sigri Þýskalands. „Þetta var rosalega erfitt og ég verð bara að viðurkenna það. Þær voru betri en við," sagði Katrín. „Þær eru með marga leikmenn sem eru góðir að halda bolta og eru með roslega góða pressu. Það gaf þeim þennan sigur," sagði Katrín. „Við í vörninni áttum í erfiðleikum með að finna bæði miðjumenn og sóknarmenn því þær voru svo rosalega góðar í sinni pressu. Okkar menn voru að reyna að finna svæðin en það gekk ekki upp í dag," sagði Katrín. „Ég vona að það hafi sést að það voru allir að leggja sig hundrað prósent fram og gefa allt í þetta. Við hefðum mátt vera aðeins meira samtaka í okkar pressu og það hefði létt þetta eitthvað fyrir okkur. Við vorum því miður að mæta sterkara liði í kvöld," sagði Katrín. „Það er ennþá möguleiki og meira að segja ennþá möguleiki á öðru sæti. Við eigum eftir Holland. Við svekkjum okkur pínulítið í kvöld en á morgun hefst undirbúningurinn fyrir Hollandsleikinn. Við ætlum bara að vinna hann," sagði Katrín. Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið tapaði 0-3 á móti Evrópumeisturum Þýskalands í Vaxjö í kvöld í öðrum leik liðsins á EM í Svíþjóð. Þetta var langt og erfitt kvöld fyrir íslensku stelpurnar en markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir sá til þess að þýsku mörkin urðu aðeins þrjú. Íslensku stelpurnar voru bara númeri of litlar fyrir þær þýsku í kvöld en þrátt fyrir slæmt tap á liðið enn möguleika á að komast áfram í átta liða úrslitin. Þýska liðið var reyndar smá tíma í gang í leiknum en svo jókst pressan með hverri mínútu eftir að þær þýsku fundu taktinn. Það er hægt að skrifa fyrstu tvö mörkin á varnarmistök en frábær markvarsla Guðbjargar sá til þess að flestar bestu sóknir þýska liðsins enduðu ekki með marki. Guðbjörg varði hvað eftir annað í fyrri hálfleiknum þar á meðal frábært skot Célia Okoyino da Mbabi, stórhættulegan skalal í slá og þrjú skot í röð á nokkrum sekúndum. Í fyrsta markinu sofnuðu íslensku stelpurnar illilega á verðinum. Dzsenifer Marozsan fékk of mikinn tíma á boltanum á miðjunni og stakk knettinum aftur fyrir Hallberu sem var of sein að átta sig. Lena Lotzen kláraði færið mjög vel. Annað markið sitt fengu þær þýsku hinsvegar á silfurfati þegar Hólmfríður Magnúsdóttir tapaði boltanum fyrir framan teiginn. Guðbjörg varði fyrra skotið en kom engum vörnum við þegar Célia Okoyino da Mbabi setti frákastið í markið. Markið átti líklega aldrei að standa enda mikil rangstöðulykt af því. Katrín Ómarsdóttir kom inn á miðjuna í hálfleik og boltinn stoppaði aðeins á miðjunni til að byrja með en síðan tóku þær þýsku öll völd aftur. Katrín fór síðan að kvarta fljótlega undan tognun aftan í læri og entist á endanum aðeins í 25 mínútur. Það hlaut samt að koma að því að þýska liðið fyndi leiðina í markið framhjá Guðbjörgu og Célia Okoyino da Mbabi bætti við sínu öðru marki rétt fyrir leikslok og setti um leið nýtt markamet í einu Evrópumeistaramóti. Þessi úrslit breyta ekki því að íslenska liðið á enn möguleika á því að komast áfram í átta liða úrslitin og leikurinn á móti Hollandi á miðvikudaginn kemur mun eins og flestir bjuggust við ráða örlögum íslensku stelpnanna í keppninni. Þar skipti miklu máli að þýsku mörkin urðu "bara" þrjú því stærra tap hefði gert markatöluna að óvin á lokadegi riðilsins. Þýska liðið gat nefnilega auðveldlega skorað miklu fleiri mörk í kvöld slíkir voru yfirburðirnir. Íslenska liðið á enn möguleika en liðið þarf að spila allt annan og miklu betri leik á móti því hollenska. Markatalan þýðir líka að íslenska liðið verður að vinna Holland til þess að eiga mögulega - jafntefli dugar ekki lengur eftir þetta tap í kvöld. Guðbjörg: Enginn markmaður ánægður með að fá á sig þrjú mörkNordicphotos/AFP„Ég bjóst ekki við því að Þjóðverjar yrðu með svona ótrúlega mikla yfirburði. Ég bjóst að við myndum gefa þeim meiri mótspyrnu en þetta var mjög erfitt. Við ætluðum að reyna að halda núllinu sem lengst en vendipunkturinn var samt annað markið. Á meðan það var 1-0 þá trúir maður alltaf því þá þarf svo lítið til að jafna," sagði Guðbjörg. „Þegar það var komið 0-2 og lítið gekk upp sóknarlega þá misstum við hausinn. Þegar þú missir hausinn þá er þetta búið," sagði Guðbjörg en hún átti stórleik í íslenska markinu og bjargaði því að liðið fékk ekki stóran skell. „Ég þekki ekki neinn markmann sem er ánægður með leik þar sem hann fær á sig þrjú mörk. Það er mjög erfitt að fara kokhraust héðan. Ég verð samt að hugsa jákvætt og að ég hafi gert eitthvað jákvætt í leiknum svona á meðan ég fer yfir öll mörkin sem ég fékk á mig. Ég þarf að horfa á einhverjar markvörslur líka svo að ég haldi nú sjálfstraustinu fyrir næsta leik," sagði Guðbjörg. „Þetta er alls ekki búið. Ég var að heyra það inn í klefa að við þyrftum núna að vinna Holland en þannig er það bara. Við erum upp við vegg og það er pressa á okkur. Við þurfum bara að vinna út úr því eins og atvinnumenn. Við þurfum bara að vinna þær," sagði Guðbjörg. „Við vorum að spila þennan leik og ég þarf að nota kvöldið í það að svekkja sig. Strax og við vöknum í fyrramálið þá förum við að einbeita okkur að Hollandi. Það er mjög jafn leikur því þær eru alls ekki betri en við," sagði Guðbjörg um framhaldið. „Ég held að Ísland og Holland séu mjög svipuð lið. Við spilum svolítið öðruvísi fótbolta en ég held að þetta séu svipuð lið að styrkleika. Við eigum alla möguleika að vinna ef að við náum góðum leik," sagði Guðbjörg. Sigurður Ragnar: Gæðamunurinn á liðunum var of mikillÞjóðverjar fagna.Nordicphotos/Getty„Þær voru mjög góðar í dag og við vorum í basli á móti þeim á stórum köflum í leiknum. Við reyndum að verjast vel en í sóknarleiknum náðum við ekki að búa mikið til. Gæðamunurinn á liðuinum var of mikill," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska liðsins. „Þýska liðið spilaði mjög vel í dag og var miklu betra en á móti Hollandi. Svo gæti líka verið að Holland hafi spilað virkilega vel á móti þýska liðinu. Vonandi getum við tekið Hollendingana. Við erum að fara í úrslitaleik á móti þeim um að komast í átta liða úrslit. Við getum náð markmiðinu okkar ennþá og þurfum sigur í þeim leik," sagði Sigurður Ragnar. „Guðbjörg varði rosalega vel oft á tíðum og tvær til þrjár markvörslur voru stórkostlegar. Það er mjög gott að hún sé að koma svona sterk inn í fjarveru Þóru. Það er gott að eiga svona góða markmenn og það er ljós punktur," sagði Sigurður Ragnar en hann sá fleiri jákvæða punkta. „Mér fannst Glódís komast líka vel frá leiknum. Hún fékk mikið traust að byrja inn á í þessum leik. Sumir höfðu áhyggjur af því að hún virkaði stressuð í síðasta leik. Hún er einn efnilegasti leikmaðurinn sem við eigum og hún þarf að fá að spila þessa leiki og fá reynslu. Það var frábært fyrir hana að fá að byrja í dag og hún stóðst fyllilega mínar væntingar í dag," sagði Sigurður Ragnar. „Allir leikmenn átta sig á stöðunni. Við áttum við ofurefli að etja í dag og við getum ekki eytt löngum tíma í að vera fúl yfir því. Það er bara að jafna sig fyrir næsta leik sem er úrslitaleikur. Við vitum mikilvægi leiksins og ég er viss um að það gera allar allt sem í þeirra valdi stendur að undirbúa sig vel og vera klárar þegar sá leikur byrjar," sagði Sigurður Ragnar. Margrét Lára: Þær voru bara miklu betri en viðMargrét Lára fylgist með Þjóðverjum fagna marki í kvöld.Nordicphotos/AFPMargrét Lára Viðarsdóttir fékk ekki úr miklu að moða í Vexjö í kvöld ekki frekar en aðrir sóknarleikmenn íslenska liðsins enda íslenska liðið í varnarhlutverki allan tímann. „Sumir leikir þróast bara svona. Við vissum það fyrir leikinn að við þyrftum að spila vel varnarlega og vera duglegar að hlaupa. Við gerðum það ágætlega á köflum. Þýskaland sýndi það bara í dag að þær eru því miður bara klassa ofar en við ennþá," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir eftir 0-3 tap á móti Þýskalandi á EM í kvöld. „Ef við erum hreinskilin þá bjargaði Gugga okkur oft frábærlega. Hún átti stórleik en samt töpuðum við 0-3. Við héldum engum boltum, náðum aldrei að færa okkur upp völlinn almennilega. Það er erfitt því þá er maður alltaf að elta. Þær eru frábærar í móttöku og sendingu og kunna að spila fótbolta. Þær voru bara miklu betri en við," sagði Margrét Lára. „Þýskaland var komið upp að vegg í riðlinum og urðu að vinna. Þær þýsku klikka ekki þegar þær mega ekki við því," sagði Margrét Lára. „Staðan á mér er fín, ég bara missteig mig aðeins í lokin. Það er ekki neitt. Ég kláraði þessar 90 mínútur bara vel og var að taka spretti allar 90 mínúturnar. Ég er að komast í betra form, líður bara vel og er klár í 90 mínútur," sagði Margrét Lára. „Þetta er þétt dagskrá og það voru einhverja sem meiddust en ég hef engar áhyggjur af því að þessir leikmenn verði ekki komnar í lag fyrir næsta leik. Það er mikilvægur leikur og það eru allir tilbúnir að gefa allt sitt í alla leiki. Það er einstakur karakter í þessum hóp og við komum til baka. Ég get lofað þér því," sagði Margrét Lára. Sara Björk: Ég var bara að drepast í maganumÞjóðverjar skora annað mark sitt. Mikil rangstöðulykt var af marki þeirra.Nordicphotos/AFPSara Björk Gunnarsdóttir gat ekki klárað leikinn á móti Þýskalandi í kvöld en hún bað um skiptingu í seinni hálfleiknum. Hún var svekkt bæði yfir úrslitunum en líka að hafa þurft að fara útaf. „Ég fékk magakrampa og var bara að drepast í maganum. Ég byrjaði að fá þetta í hálfleik og ætlaði að reyna að hlaupa þetta úr mér. Svo versnaði það bara og ég þurfti því miður að biðja um skiptingu," sagði Sara Björk Gunnarsdóttir. „Ég hef ekki lent í þessu áður en það er ömurlegt að þurfa að biðja um skiptingu vegna einhvers magadæmi. Það er leiðinlegt en það komu ferskir fætur inn á í staðinn," sagði Sara Björk. „Þær fundu taktinn frá byrjun. Þær voru mjög hreyfanlegar, margar mjög teknískar og með mikinn hraða. Þegar við vorum með boltann þá settu þær endalausa pressu á okkur. Við höfum ekki mikinn tíma og vorum með mikið af misheppnuðum sendingum útaf. Þetta gekk ekki alveg upp hjá okkur í dag en þær eru ekki fimmfaldir meistarar fyrir ekki neitt," sagði Sara. „Við ætluðum að koma fullar af sjálfstrausti og krafti inn í leikinn en þær komu líka út með þannig hugarfar," sagði Sara. „Gugga var alveg frábær í leiknum og við hefðum getað fengið miklu fleiri mörk á okkur. Hún hélt okkur inn í leiknum," sagði Sara. „Við getum hugsað um þennan leik í kvöld en svo ætlum við að vakna á morgun og fara að hugsa um Hollandsleikinn. Við höfum mikla trú á því að við getum náð öllum þremur stigunum þar," sagði Sara. „Ég held að það sé kominn tími á þrjú stig. Við erum ekki þekktar fyrir upgjöf. Við munum berjast þangað til að við fáum þessi þrjú stig," sagði Sara Björk. Dóra María: Varnarleikur i 90 mínúturDóra María í leiknum í kvöld.Nordicphotos/AFPDóra María Lárusdóttir spilaði tvær stöður í tapinu á móti Þýskalandi í kvöld. Hún byrjaði í hægri bakverðinum en fór síðan inn á miðjuna þegar Sara Björk Gunnarsdóttir þurfti að fara af velli. „Þetta var mjög erfitt og bara varnarleikur í 90 mínútur. Við náðum voðalítið að sækja í þessum leik," sagði Dóra María eftir leik. „Ég held að þær hafi verið of góðar. Við héldum skipulaginu en áttum í erfiðleikum með að finna samherja. Þær voru mjög þéttar og pressuðu okkur stíft. Það reyndist okkur erfitt," sagði Dóra. „Við vorum búin að tala um það fyrir keppnina að fjögur stig væru mjög gott. Við eigum ennþá bullandi möguleika á því að komast áfram," sagði Dóra María. Íslenska liðið verður samt að vinna Holland í lokaleiknum til þess að komast í átta liða úrslitin. „Það hefur ekkert hjálpað okkur í gegnum tíðina að spila upp á eitthvað jafntefli. Það er ágætt að þurfa bara að vinna þennan Hollandsleik," sagí Dóra María og bætti við: „Vonandi tekst okkur bara að ná öðru sætinu í riðlinu. Það er enn möguleiki á því. Ef við vinnum Holland sannfærandi á sama tíma og Noregur eða Þýskaland vinna stórt í innbyrðisleik sínum. Það er bara gaman að það sé allt undir á lokadegi riðilsins," sagði Dóra María. Glódís Perla: Við getum líka unnið Holland eins og Noregur„Þetta var mjög erfitt í kvöld. Þær spiluðu rosalega vel saman og voru fastar fyrir. Það lá mikið á okkur," sagði Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska liðsins. „Ég losaði mig við stressið og reyndi bara að njóta þess að spila og hugsa um þetta eins og hvern annan leik," sagði Glódís Perla sem var ekkert að velta því fyrir sér hvaða stórstjörnu hún var að dekka. „Ég vissi hvort sem er ekkert hver þetta var hvort sem er þannig að það var lítið hægt að pæla í því," sagði Glódís. „Þær spiluðu kannski aðeins betur en við bjuggumst við. Við náðum ekki að halda skipulaginu eins og við ætluðum að gera. Við náðum ekki að vera þéttar og vinna annan boltann," sagði Glódís. „Við náðum ekki uppspilinu okkar. Við ætluðum að spila boltanum betur upp völlinn en þær lokuðu öllu og við þurftum bara að sparka langt eða gera eitthvað annað," sagði Glódís. „Noregur vann Holland þannig að við getum líka unnið Holland. Við verðum bara að gleyma þessum leik sem fyrst og fara að hugsa um þann næsta," sagði Glódís. Katrín: Rosalega góðar í sinni pressuKatrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, hafði í nóg að snúast í kvöld enda að glíma við hina öflugu Célia Okoyino da Mbabi sem á endanum skoraði tvö mörk í 3-0 sigri Þýskalands. „Þetta var rosalega erfitt og ég verð bara að viðurkenna það. Þær voru betri en við," sagði Katrín. „Þær eru með marga leikmenn sem eru góðir að halda bolta og eru með roslega góða pressu. Það gaf þeim þennan sigur," sagði Katrín. „Við í vörninni áttum í erfiðleikum með að finna bæði miðjumenn og sóknarmenn því þær voru svo rosalega góðar í sinni pressu. Okkar menn voru að reyna að finna svæðin en það gekk ekki upp í dag," sagði Katrín. „Ég vona að það hafi sést að það voru allir að leggja sig hundrað prósent fram og gefa allt í þetta. Við hefðum mátt vera aðeins meira samtaka í okkar pressu og það hefði létt þetta eitthvað fyrir okkur. Við vorum því miður að mæta sterkara liði í kvöld," sagði Katrín. „Það er ennþá möguleiki og meira að segja ennþá möguleiki á öðru sæti. Við eigum eftir Holland. Við svekkjum okkur pínulítið í kvöld en á morgun hefst undirbúningurinn fyrir Hollandsleikinn. Við ætlum bara að vinna hann," sagði Katrín.
Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn