Fótbolti

Hólmfríður ætlar að nýta sér reynsluleysi bakvarða þýska liðsins

Óskar Ófeigur Jónsson í Vaxjö skrifar
Hólmfríður Magnúsdóttir með félögum sínum í landsliðinu.
Hólmfríður Magnúsdóttir með félögum sínum í landsliðinu. Mynd/Fésbókarsíða landsliðsins
Hólmfríður Magnúsdóttir átti flottan leik þegar íslenska kvennalandsliðið náði jafntefli við Noreg í fyrsta leik sínum á EM í Svíþjóð. Hólmfríður ógnaði mikið á vinstri vængnum, spilaði fyrir liðið og vann mikla varnarvinnu. Nú bíða Þjóðverjar íslenska liðsins í kvöld.

„Það er mikil tilhlökkun fyrir að fá að mæta Þýskalandi. Þeir eru búnar að lenda í miklum meiðslum og það er fullt af ungum leikmönnum komnar inn í hópinn hjá þeim," segir Hólmfríður. Tólf leikmenn þýska liðsins eru 23 ára og yngri.

„Við vorum að fara aðeins yfir liðið hjá þeim og það eru nokkrar þarna mjög ungar. Ég tók sérstaklega eftir því að báðir bakverðirnir eru 19 ára, önnur með tvo landsleiki og hin með sex landsleiki. Ég sé kantmaður ætla að nýta mér það að þær eru reynslulitlar," sagði Hólmfríður.

Hér er Hólmfríður að tala um þær Leonie Maier (fædd 1992) og Jennifer Cramer (fædd 1993) sem voru í bakvarðarstöðum þýska liðsins á móti Hollandi. Þessir ungir bakverðir fá hinsvegar væntanlega mikinn stuðning frá mun reynslumeiri miðvörðum. Saskia Bartusiak (30 ára) og Annike Krahn (28 ára) voru í miðvarðarstöðunum á móti Hollandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×