Fótbolti

Angerer valin sú besta í Evrópu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nadine Angerer.
Nadine Angerer. Mynd/NordicPhotos/Bongarts
Nadine Angerer, markvörður þýska landsliðsins í fótbolta, var kosin besta knattspyrnukona Evrópu 2012-13 en fyrirliði þýsku Evrópumeistarana er sú fyrsta sem fær þessi verðlaun hjá UEFA.

Athöfnin fór fram í dag eftir að dregið hafði verið í 32 liða úrslit meistaradeildarinnar alveg eins og hjá körlunum þar sem Frakkinn Franck Franck Ribéry fékk samskonar verðlaun.

Þrjár knattspyrnukonur komu til greina því auk Nadine Angerer voru þær Lotta Schelin frá Svíþjóð og Lena Goessling frá Þýskalandi tilnefndar.

Nadine Angerer var hetja þýska liðsins í úrslitaleiknum á EM þar sem hún varði meðal annars tvær vítaspyrnur frá norska liðinu. Nadine Angerer fékk aðeins á sig eitt mark í sex leikjum á mótinu og var kosin besti leikmaður keppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×