Fótbolti

Ekkert fjallað um íslenska liðið í svissneskum fjölmiðlum

Henry Birgir Gunnarsson í Bern skrifar
Forsíður blaðanna í Bern í dag.
Forsíður blaðanna í Bern í dag. mynd/valli
Það var þokkaleg mæting hjá svissneskum fjölmiðlamönnum á æfingu íslenska landsliðsins í gær en ansi margir virtust hafa setið heima.

Svissneskir fjölmiðlar virðast hafa afar takmarkaðan áhuga á íslenska liðinu ef marka má umfjöllun blaðanna í Bern í dag.

Ekki var minnst einu einasta orði á íslenska liðið og ekki einu sinni mynd af strákunum. Einhver umfjöllun var þó um svissneska liðið eins og gengur og gerist.

Hér í Bern hafa heimamenn litlar áhyggjur af litla Íslandi og heimamenn stefna á að klára riðilinn í næstu tveimur leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×