Fótbolti

Stelpurnar lentu aftur í árekstri

Óskar Ófeigur Jónsson í Vaxjö skrifar
Mynd/ÓskarÓ
Sænsku rútubílstjórarnir hafa ekki verið sannfærandi í ferðum sínum með íslenska kvennalandsliðið á EM í fótbolta í Svíþjóð til þessa en íslenska rútan lenti öðru sinni í árekstri á leið sinni á æfingu í dag.

Fyrri áreksturinn var á fyrstu æfingu liðsins í Vaxjö en sá rútubílstjóri bakkaði þá á áður en íslensku stelpurnar gengu um borð.

Í dag lenti rúta íslenska liðsins í árekstri með allan íslenska hópinn um borð. Rútubílstjórinn mölbraut þá rúðu á annarri rútu þegar liðið var á leiðinni á sama æfingavöll og í fyrri árekstrinum.

Rútan var þá að mæta annarri rútu við alltof þröngar aðstæður og að sögn Ómars Smárason var þetta aðeins spurning um hvort að rútan endaði á hinni rútunni eða á ljósastaur.

Íslenski hópurinn hefur örugglega ekki beðið um að redda íslenskum rútubílstjóra í ferðir liðsins það sem eftir lifir móts en það þarf svo sem ekki að hafa miklar áhyggjur á meðan þetta er bara „smá" nudd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×