Fótbolti

Frakkar með fínan sigur á Spánverjum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Wendie Renard fagnar hér ásamt liðsfélögum sínum.
Wendie Renard fagnar hér ásamt liðsfélögum sínum. Mynd / AFP.
Frakkland vann fínan sigur á Spánverjum í baráttunni um efsta sætið í C-riðli á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Svíþjóð þessa dagana.

Wendie Renard gerði eina mark leiksins eftir aðeins fimm mínútna leik en Spánverjar náðu ekki að jafna metin eftir ítrekaðar tilraunir.

Frakkland er því í efsta sæti riðilsins með sex stig, þremur stigum á undan Spánverjum.

Frakkland hefur því tryggt sér sæti 8-liða úrslitunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×