Fótbolti

Sölvi Geir beint á æfingu | Klárlega skref upp á við

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sölvi með treyju síns nýja félags.
Sölvi með treyju síns nýja félags. Mynd/Pro XI
Sölvi Geir Ottesen, miðvörður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, er mættur til síns nýja liðs FC Ural.

Umboðsmaður Sölva Geirs staðfesti í samtali við Vísi í morgun að miðvörðurinn hefði samið við rússneska félagið til tveggja ára.

„Ég hlakka mjög til þess að byrja að spila. FC Ural er mjög spennandi félag sem ætlar sér stóra hluti á meðal þeirra bestu í Rússlandi. Ég ætla að leggja mitt að mörkum," hefur umboðsskrifstofa Sölva eftir honum.

Sölvi Geir beið ekki boðanna því hann mætti strax á æfingu hjá liðinu sem nú stendur yfir í Yekaterinburg. Hér að neðan má sjá kort af staðsetningu borgarinnar þar sem Sölvi Geir mun koma til með að vera búsettur næstu tvö árin.

„Ef maður rennir yfir félögin í rússnesku deildinni þá er alveg pottþétt að þetta er skref í rétta átt hjá mér."

FC Ural mætir liði Tomsk um helgina.

Sölvi Geir virðist á kortinu nokkuð nærri Aktobe í Kasakstan þar sem Blikar eru í heimsókn. Fjarlægðin er þó 1200 km.Mynd/Google



Fleiri fréttir

Sjá meira


×