Þróttur frá Neskaupstað vann nauman sigur á Aftureldingu í viðureign liðanna í Mikasa-deild kvenna í blaki í Mosfellsbæ í kvöld.
Afturelding byrjaði betur og vann fyrstu hrinuna 25–21. Þróttarakonur náðu að jafna leikinn í næstu hrinu með því að vinna 25–17.
Hart var barist í spennandi þriðju hrinu þar sem Þróttur vann eftir æsispennandi lokakafla 27-25. Afturelding jafnaði hins vegar enn metin með sigri í fjórðu hrinu 25-17.
Í oddahrinunni tók Þróttur völdin, náði forystu 8-1 og hafði sigur 15-11. Stigahæstar hjá Þrótti voru Lauren Laquerre með 25 stig og Hulda Elma Eysteinsdóttir með 18 stig.
Hjá Aftureldingu voru stigahæstar Auður Anna Jónsfóttir með 17 stig og Velina Apostolova með 15 stig. Góð stemming var á leiknum og fengu þeir rúmlega hundrað áhorfendur sem mættu að sjá skemmtilegan leik.
Þróttur Nes. marði sigur á Aftureldingu
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


Enskar í úrslit eftir dramatík
Fótbolti

„Við viljum meira“
Fótbolti

Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“
Íslenski boltinn

KR í markmannsleit eftir meiðsli
Íslenski boltinn

Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni
Enski boltinn



