ASÍ mótmælir fríverslunarsamningi við Kína Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. apríl 2013 15:08 Alþýðusamband Íslands mótmælir því harðlega að til standi að gera fríverslunarsamning við Kína. Í yfirlýsingu frá ASÍ segir að kínversk stjórnvöld viðurkenni ekki mannréttindi og hafi áratugum saman hunsað grundvallarsamþykktir Alþjóðavinnumálastofnunarinnar og þannig meinað launafólki að stofna frjáls stéttarfélög til að semja um sín kjör. Það sé ótrúlegt að ríkisstjórn undir forystu jafnaðarmanna skuli ætla íslenskum fyrirtækjum og íslensku launafólki að keppa á jafnréttisgrundvelli við fyriræki í Kína. „Það er ótrúlegt að ríkisstjórn undir forystu jafnaðarmanna skuli ætla íslenskum fyrirtækjum og íslensku launafólki að keppa á jafnréttisgrundvelli við fyrirtæki í Kína, sem þurfa ekki að uppfylla nein þau skilyrði sem þau íslensku þurfa að uppfylla. Afleiðingin af þessum gjörningi er augljós. Hann mun þvinga niður launakjör hér á landi og það sem verra er, þvinga íslensk fyrirtæki til að flytja framleiðslu sína til Kína og selja hana síðan bæði hér og annarsstaðar undir íslenskum merkjum,“ segir í yfirlýsingunni. Það sé algjört skilyrði af hálfu ASÍ, að við gerð fríverslunarsamninga við önnur ríki verði bein og ófrávíkjanleg skilyrði um að viðkomandi ríki viðurkenni og framkvæmi í raun allar grundvallarsamþykktir Alþjóðavinnumálastofnunarinnar. Alþýðusambandið krefst þess að tilgangi heimsóknar forsætisráðherra til Kína verði breytt á þann veg að í stað undirritunar viðskiptasamnings verði teknar upp viðræður um stöðu mannréttindamála í landinu og skyldur Kína gagnvart alþjóðasamfélaginu. Mannréttindi almennings og sér í lagi grundvallarréttindi launafólks og frjálsrar verkalýðshreyfingar verða að komast á dagskrá. Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Sjá meira
Alþýðusamband Íslands mótmælir því harðlega að til standi að gera fríverslunarsamning við Kína. Í yfirlýsingu frá ASÍ segir að kínversk stjórnvöld viðurkenni ekki mannréttindi og hafi áratugum saman hunsað grundvallarsamþykktir Alþjóðavinnumálastofnunarinnar og þannig meinað launafólki að stofna frjáls stéttarfélög til að semja um sín kjör. Það sé ótrúlegt að ríkisstjórn undir forystu jafnaðarmanna skuli ætla íslenskum fyrirtækjum og íslensku launafólki að keppa á jafnréttisgrundvelli við fyriræki í Kína. „Það er ótrúlegt að ríkisstjórn undir forystu jafnaðarmanna skuli ætla íslenskum fyrirtækjum og íslensku launafólki að keppa á jafnréttisgrundvelli við fyrirtæki í Kína, sem þurfa ekki að uppfylla nein þau skilyrði sem þau íslensku þurfa að uppfylla. Afleiðingin af þessum gjörningi er augljós. Hann mun þvinga niður launakjör hér á landi og það sem verra er, þvinga íslensk fyrirtæki til að flytja framleiðslu sína til Kína og selja hana síðan bæði hér og annarsstaðar undir íslenskum merkjum,“ segir í yfirlýsingunni. Það sé algjört skilyrði af hálfu ASÍ, að við gerð fríverslunarsamninga við önnur ríki verði bein og ófrávíkjanleg skilyrði um að viðkomandi ríki viðurkenni og framkvæmi í raun allar grundvallarsamþykktir Alþjóðavinnumálastofnunarinnar. Alþýðusambandið krefst þess að tilgangi heimsóknar forsætisráðherra til Kína verði breytt á þann veg að í stað undirritunar viðskiptasamnings verði teknar upp viðræður um stöðu mannréttindamála í landinu og skyldur Kína gagnvart alþjóðasamfélaginu. Mannréttindi almennings og sér í lagi grundvallarréttindi launafólks og frjálsrar verkalýðshreyfingar verða að komast á dagskrá.
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Sjá meira