Innlent

Tveir með fyrsta vinning í Lottó

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Lottópotturinn var áttfaldur í kvöld.
Lottópotturinn var áttfaldur í kvöld.
Tveir voru með fyrsta vinning í Lottóútdrætti kvöldsins. Potturinn var tæplega 140 milljónir og fá vinningshafarnir tveir því tæpar 70 milljónir króna hvor í sinn hlut.

Annar miðinn var keyptur í Stöðinni við Bústaðaveg í Reykjavík og hinn á vefsíðu Íslenskrar getspár.

Tíu vinningshafar skiptu með sér bónusvinningnum og hlýtur hver um sig rétt tæplega 200 þúsund krónur í vinning.  Miðarnir voru keyptir á eftirtöldum stöðum:

Samkaup Úrval á Selfossi - tveir vinningar

Ísgrilli við Bústaðaveg í Reykjavík

Biðskýlinu í Kópavogi

Olís við Sæbraut í Reykjavík

Happahúsinu í Kringlunni í Reykjavík

Tvistinum í Vestmannaeyjum

Sjoppunni Sunnumörk, Hveragerði

Tveir á lotto.is.

405 miðaeigendur voru með fjórar réttar tölur og hljóta þeir rúmlega 28 þúsund krónur í vinning. Jókerinn gaf líka vel af sér en tuttugu miðaeigendur voru með fjórar réttar tölur og fá 100 þúsund í vinning.

Alls hlutu rúmlega 25 þúsund manns vinninga í þessum sögulega útdrætti í Laugardagslottóinu en þetta var í fyrsta skipti í sögu Getspár sem potturinn verður áttfaldur.

Tölur kvöldsins: 29, 1, 6, 23 og 15.

Bónustalan var 36.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×