Lífið

Brúðkaup á stjörnuheimili

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Kate og Matthew hafa verið trúlofuð síðan vorið 2011.
Kate og Matthew hafa verið trúlofuð síðan vorið 2011.
Thomas Kirk, kynningarfulltrúi hljómsveitarinnar Muse, gekk að eiga konu sína Jaclyn Ferber á heimili stjörnuparsins Kate Hudson, leikkonu og Matthew Bellamy, söngvara Muse, um síðustu helgi.

Athöfnin og veislan fór fram í garðinum og fór afar vel um gestina.

Kate og Matthew eru ekki gift en þau hafa verið trúlofuð síðan í apríl árið 2011 og eignuðust soninn Bingham síðar á því sama ári. Þá á Kate soninn Ryder, níu ára, úr fyrra sambandi en heimildir tímaritsins Us Weekly herma að fjölskyldan sé í óðaönn að undirbúa brúðkaup.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.