Lífið

Bauð upp á beikonköku

Robert gerði vel við eiginkonu sína á afmælisdaginn.
Robert gerði vel við eiginkonu sína á afmælisdaginn.
Stórleikarinn Robert Downey Jr. fagnaði fertugsafmæli eiginkonu sinnar Susan Downey með stæl á laugardaginn síðasta.

Meðal gesta í veislunni voru Justin Theroux, Jason Bateman, Gwyneth Paltrow, Reese Witherspoon, Gwen Stefani og Gavin Rossdale en hún var haldin á hótelinu Cavallo Point Lodge.

Veislusalurinn var skreyttur með myndum af Susan, fjólubláum ljósum og hvítum rósum.

Daginn eftir var boðið upp á hádegismat þar sem afmælisbarnið fékk sérstaka beikonköku, beikonsultu og beikonbita. Af því má draga þá ályktun að hún sé mikil beikonmanneskja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.