Lífið

Fyrsta stiklan úr The Biggest Loser Ísland

Raunveruleikaþátturinn The Biggest Loser Ísland hefur göngu sína á SkjáEinum eftir áramót.

Í þættinum dvelja tólf keppendur í yfirþyngd í tíu vikur á heilsuhótelinu á Ásbrú sem veitir keppendum þann stuðning sem til þarf í átt að breyttum lífsháttum. Að sjálfsögðu taka þau líka vel á því í ræktinni með aðstoð þjálfara þáttarins, þeim Evert Víglundssyni og Gurrý Torfadóttur. Tökur eru nú í fullum gangi en hér fyrir neðan má sjá fyrstu stikluna fyrir þáttinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.