Kim, sem er trúlofuð tónlistarmanninum Kanye West, naut góða veðursins á heimili sínu með North litlu sem er tæplega fimm mánaða. Kim nýtur sín vel í móðurhlutverkinu eins og sést á færslum á Twitter-síðu hennar.
„Mæður – langar ykkur einhvern tímann að vekja barnið ykkar bara til að kyssa það? Mig langar það svo mikið núna en hún sefur svo vært,“ skrifaði Kim á Twitter á laugardaginn.
