Lífið

Jennifer Lawrence um Miley Cyrus

Jennifer Lawrence og Miley Cyrus
Jennifer Lawrence og Miley Cyrus Samsett mynd/AFP/NordicPhotos
Nýjasta kvikmynd Jennifer Lawrence, The Hunger Games: Catching Fire, var frumsýnd í London í gær.

Fyrir frumsýningu settist aðalleikkonan niður með BBC til að ræða hlutverk sitt sem Katniss Everdeen, aðalpersóna kvikmyndarinnar. Lawrence talaði um hlutverkið og ímynd Katniss, sem hún segir vera sterka kvenpersónu og fyrirmynd fyrir stelpur.

Þegar talið barst að ungum poppstjörnum á borð við Miley Cyrus kvað annan tón við. 

„Þetta er hluti skemmtanaiðnaðarins sem selur. Kynlíf selur, og af einhverri ógeðslegri ástæðu, selur kynlíf þeirra sem yngri eru jafnvel meira,“ segir Lawrence í viðtalinu.

„Allir þurfa að fara eigin leiðir í því að finna sig og fyrir suma, líður þeim best þannig, þannig finnst þeim þau vera kynþokkafull, þannig vilja þau koma fram,“ hélt Lawrence áfram og bætti við: „Að tverka með dvergum... Fólk verður víst bara að gera það sem það vill,“ og vísar leikkonan unga þar til danssporanna sem Cyrus er þekkt fyrir að taka, en þau kallast „twerking“ á ensku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.