Lífið

Vann ást hennar með skóm

Rapparinn Kanye West mætti í spjallþátt tengdamóður sinnar Kris Jenner fyrir stuttu og sýndi meðal annars fyrstu myndina af dóttur sinni North West sem hann á með raunveruleikastjörnunni Kim Kardashian, dóttur Kris.

Kanye sagði áhorfendum líka hvernig hann náði að fanga hjarta Kim.

Góður tengdasonur.
“Vinur minn Giuseppe Zanotti á skóverksmiðju í Rimini á Ítalíu þannig að ég fór með hana þangað. Við sátum með Giuseppe á meðan hann teiknaði skó sem voru búnir til sérstaklega fyrir hana. Þannig að hún fékk að velja sína eigin skó frá Giuseppe Zanotti,” sagði Kanye í þættinum en Kim er þekkt fyrir að vera með mikla skódellu.

North litla West.
Kim elskar skó og Kanye.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.