Ég er búin að bíða í mörg ár eftir því að fá tækifæri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2013 07:15 Bjargvætturinn Guðbjörg Gunnarsdóttir stóð heldur betur fyrir sínu í gær og varði ítrekað meistaralega. Hún hefur stimplað sig inn. NORDICPHOTOS/GETTY Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska liðsins, átti flottan leik í 1-0 sigri á Hollandi í gær og brosti út að eyrum eftir leikinn eftir að hafa verið fyrsti markvörður Íslands sem heldur hreinu á stórmóti. „Það gefur manni sjálfstraust þegar varnarleikur liðsins er jafngóður og hann var í dag. Það hjálpar að spila leik eftir leik. Maður er öruggari með varnarlínunni og það er minna hik núna en var kannski í fyrsta leiknum hjá okkur. Mér líður betur og betur eftir því sem ég spila fleiri leiki,“ sagði Guðbjörg en hvernig var tilfinningin þegar hún heyrði lokaflautið? „Ég á eiginlega engin orð. Ég er bara svo stolt af liðinu. Við unnum fyrsta leikinn í sögunni á stórmóti og komum okkur áfram í fyrsta skiptið. Ég ætla að nota kvöldið til að njóta þess. Það var ólýsanleg tilfinning þegar Dagný skoraði þetta geðveika mark. Við bökkuðum aðeins meira en við hefðum átt að gera. Taktíkin var að bakka heim en við fórum kannski aðeins of aftarlega,“ sagði Guðbjörg. „Það er búið að ganga á ýmsu á þessu ári og við erum búnar að fá mikla gagnrýni. Ég held að við séum búin að sanna það núna að við erum með frábært lið,“ segir Guðbjörg og árið byrjaði ekki vel fyrir hana heldur. „Fyrir mig sjálfa hefði ég aldrei trúað því fyrir nokkrum mánuðum þegar ég lá inni á sjúkrahúsi með heilahimnubólgu að ég stæði núna í þessum sporum. Núna er ég að spila fyrir landsliðið og við erum í átta liða úrslitum á Evrópumóti. Lífið er fljótt að breytast,“ segir Guðbjörg, en hún hefur þurft að sitja lengi á varamannabekk landsliðsins. „Ég er búin að bíða í mörg ár eftir því að fá tækifæri. Ísland á frábæra markmenn og ég ætla að njóta þess á meðan ég get meðan ég er að spila,“ sagði Guðbjörg, en hver er óskamótherjinn í átta liða úrslitunum? „Það væri gaman að fá Svíana því þær eru á heimavelli og það verður pottþétt full stúka. Þær eru hrokafullar og finnst þær vera betri en við. Við þekkjum þær vel því það eru margar í okkar liði sem spila þar eða hafa spilað þar. Ég myndi frekar vilja frá Svíana heldur en Frakkana,“ segir Guðbjörg en hversu góður dagur var 17. júlí 2013? „Þetta er klárlega með skemmtilegustu dögum lífsins,“ saðgi Guðbjörg að lokum. Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjá meira
Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska liðsins, átti flottan leik í 1-0 sigri á Hollandi í gær og brosti út að eyrum eftir leikinn eftir að hafa verið fyrsti markvörður Íslands sem heldur hreinu á stórmóti. „Það gefur manni sjálfstraust þegar varnarleikur liðsins er jafngóður og hann var í dag. Það hjálpar að spila leik eftir leik. Maður er öruggari með varnarlínunni og það er minna hik núna en var kannski í fyrsta leiknum hjá okkur. Mér líður betur og betur eftir því sem ég spila fleiri leiki,“ sagði Guðbjörg en hvernig var tilfinningin þegar hún heyrði lokaflautið? „Ég á eiginlega engin orð. Ég er bara svo stolt af liðinu. Við unnum fyrsta leikinn í sögunni á stórmóti og komum okkur áfram í fyrsta skiptið. Ég ætla að nota kvöldið til að njóta þess. Það var ólýsanleg tilfinning þegar Dagný skoraði þetta geðveika mark. Við bökkuðum aðeins meira en við hefðum átt að gera. Taktíkin var að bakka heim en við fórum kannski aðeins of aftarlega,“ sagði Guðbjörg. „Það er búið að ganga á ýmsu á þessu ári og við erum búnar að fá mikla gagnrýni. Ég held að við séum búin að sanna það núna að við erum með frábært lið,“ segir Guðbjörg og árið byrjaði ekki vel fyrir hana heldur. „Fyrir mig sjálfa hefði ég aldrei trúað því fyrir nokkrum mánuðum þegar ég lá inni á sjúkrahúsi með heilahimnubólgu að ég stæði núna í þessum sporum. Núna er ég að spila fyrir landsliðið og við erum í átta liða úrslitum á Evrópumóti. Lífið er fljótt að breytast,“ segir Guðbjörg, en hún hefur þurft að sitja lengi á varamannabekk landsliðsins. „Ég er búin að bíða í mörg ár eftir því að fá tækifæri. Ísland á frábæra markmenn og ég ætla að njóta þess á meðan ég get meðan ég er að spila,“ sagði Guðbjörg, en hver er óskamótherjinn í átta liða úrslitunum? „Það væri gaman að fá Svíana því þær eru á heimavelli og það verður pottþétt full stúka. Þær eru hrokafullar og finnst þær vera betri en við. Við þekkjum þær vel því það eru margar í okkar liði sem spila þar eða hafa spilað þar. Ég myndi frekar vilja frá Svíana heldur en Frakkana,“ segir Guðbjörg en hversu góður dagur var 17. júlí 2013? „Þetta er klárlega með skemmtilegustu dögum lífsins,“ saðgi Guðbjörg að lokum.
Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjá meira