Krabbameinssjúklingar finna fyrir óöryggi Ingveldur Geirsdóttir skrifar 18. júlí 2013 18:02 Kona, sem gengur nú í annað sinn í gegnum krabbameinsmeðferð, segir upplifun sína af krabbameinsdeild Landspítalans nú ekki góða, ólíkt því sem var fyrir ellefu árum. Hún segist finna fyrir miklum óróa og óstöðugleika á deildinni sem hefur leitt til þess að hún sækir nú sína læknisþjónustu á einkastofu út í bæ. Kristrún Stefánsdóttir hefur tvisvar sinnum þurft að sækja sér þjónustu til krabbameinsdeildar Landspítalans, fyrst fyrir ellefu árum síðan og svo aftur í ár en hún er langt komin í lyfjameðferð. Hún segir upplifun sína núna af krabbameinsdeildinni ekki sambærilega við það sem hún upplifði árið 2002. „Við finnum fyrir óstöðugleika og það er órói. Það er greinilega orðinn skortur á læknum og við erum að missa út alla vega tvær og hálfa stöðu núna af mjög færum krabbameinslæknum. Það virðist ekki koma annað í staðinn sem veldur náttúrulega miklu öryggisleysi og það er ekki það sem fólk þarf sem er að fara í gegnum þetta," segir Kristrún. Kristrún er með sama krabbameinslækni nú og hún var með fyrir ellefu árum síðan. Hann varð að hætta á spítalanum sökum aldurs en vildi sjálfur, að sögn Kristrúnar, halda áfram að vinna enda með fulla starfsorku. Ekki var vilji yfirmanna að halda honum þrátt fyrir að eldri læknar en hann starfi á spítalanum. Kristrúnu var tjáð í tölvupósti frá yfirmanni deildarinnar að það ætti að úthluta henni öðrum lækni. Það sætti Kristrún sig ekki við. „Ég fór fram á að fá að klára mitt ferli með mínum lækni sem að ég hafði reynsli af frá áður og sem hefur fylgt mér öll þessi ár. Hann hefur veitt mér öryggi og sýnt mér mikla umhyggju og verið umhuga um mig og mitt fólk." Kristrún segir að fleiri sjúklingar umrædds læknis hafi óskað eftir því við yfirmenn spítalans að fá að klára krabbameinsmeðferð hjá honum en við þeim óskum hafi ekki orðið. „Ég var hörð á því að fá að halda áfram meðferð hjá mínum lækni en þá fór það þannig og er þannig að hann er með einkastofu út í bæ og þangað fer ég," segir Kristrún. Kristrún þarf samt að sækja sína lyfjameðferð á krabbameinsdeildina. Í síðustu tvö skipti sem hún fór þangað talaði enginn læknir við hana og segir hún það ekki ásættanlegt. „Það er nú talað um að fólk fari langt á að vera bjartsýnt og reyna að lifa lífinu eðlilega en þá þarf maður að hafa örugga og trygga umgjörð í kringum sig frá spítalanum og finna að það er allt gert. En ekki eins og við erum að finna núna sjúklingarnir, óöryggi, því það er ekki það sem við þurfum," segir Kristrún að lokum.Þorbjörn Jónsson læknir og formaður Læknafélags Íslands.Viðvarandi læknaskortur Formaður Læknafélags Íslands segir verulega undirmönnum vera á Krabbameinsdeild Landspítalans. Óhóflegt vinnuálag sé á læknum deildarinnar og engin teikn á lofti um að staðan lagist. Á lyflækningahluta krabbameinsdeildar verða sex læknar starfandi í haust í fimm stöðugildum, þar ættu átta stöðugildi að vera setin að sögn Þorbjörns Jónssonar formanns Læknafélags Íslands. Sama gildir um geislaækna, það séu aðeins tveir læknar starfandi í dag en ættu að vera að minnsta kosti helmingi fleiri. „Ef við leggjum þetta saman má sjá að það er veruleg undirmönnun. Íslendingar eru þekktir fyrir að spíta í lófana og læknar reyna að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að biðlistar lengist ekki og þetta bitni alls ekki á meðferð sjúklingana. En þetta leiðir auðvitað til þess að vinnuálagið verður óhóflegt," segir Þorbjörn. Hann segir að sjúklingar muni taka eftir vinnuálaginu, minni tími gefist fyrir hvern og einn og hugsanlega verði ekki alltaf sami læknirinn sem talar við sjúklinginn hverju sinni sem sé mjög slæmt í krabbameinsmeðferð. Læknum hefur fækkað stöðugt í landinu frá hruni og segir Þorbjörn engin teikn á lofti að staðan lagist. Skorturinn sé viðvarandi. „Öll samtök lækna hafa varað við þessu alveg frá árinu 2008 til 2009 að í þetta myndi stefna sem við sitjum uppi með núna. Og það má segja að við höfum öll þessi ár því miður talað fyrir daufum eyrum." Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Kona, sem gengur nú í annað sinn í gegnum krabbameinsmeðferð, segir upplifun sína af krabbameinsdeild Landspítalans nú ekki góða, ólíkt því sem var fyrir ellefu árum. Hún segist finna fyrir miklum óróa og óstöðugleika á deildinni sem hefur leitt til þess að hún sækir nú sína læknisþjónustu á einkastofu út í bæ. Kristrún Stefánsdóttir hefur tvisvar sinnum þurft að sækja sér þjónustu til krabbameinsdeildar Landspítalans, fyrst fyrir ellefu árum síðan og svo aftur í ár en hún er langt komin í lyfjameðferð. Hún segir upplifun sína núna af krabbameinsdeildinni ekki sambærilega við það sem hún upplifði árið 2002. „Við finnum fyrir óstöðugleika og það er órói. Það er greinilega orðinn skortur á læknum og við erum að missa út alla vega tvær og hálfa stöðu núna af mjög færum krabbameinslæknum. Það virðist ekki koma annað í staðinn sem veldur náttúrulega miklu öryggisleysi og það er ekki það sem fólk þarf sem er að fara í gegnum þetta," segir Kristrún. Kristrún er með sama krabbameinslækni nú og hún var með fyrir ellefu árum síðan. Hann varð að hætta á spítalanum sökum aldurs en vildi sjálfur, að sögn Kristrúnar, halda áfram að vinna enda með fulla starfsorku. Ekki var vilji yfirmanna að halda honum þrátt fyrir að eldri læknar en hann starfi á spítalanum. Kristrúnu var tjáð í tölvupósti frá yfirmanni deildarinnar að það ætti að úthluta henni öðrum lækni. Það sætti Kristrún sig ekki við. „Ég fór fram á að fá að klára mitt ferli með mínum lækni sem að ég hafði reynsli af frá áður og sem hefur fylgt mér öll þessi ár. Hann hefur veitt mér öryggi og sýnt mér mikla umhyggju og verið umhuga um mig og mitt fólk." Kristrún segir að fleiri sjúklingar umrædds læknis hafi óskað eftir því við yfirmenn spítalans að fá að klára krabbameinsmeðferð hjá honum en við þeim óskum hafi ekki orðið. „Ég var hörð á því að fá að halda áfram meðferð hjá mínum lækni en þá fór það þannig og er þannig að hann er með einkastofu út í bæ og þangað fer ég," segir Kristrún. Kristrún þarf samt að sækja sína lyfjameðferð á krabbameinsdeildina. Í síðustu tvö skipti sem hún fór þangað talaði enginn læknir við hana og segir hún það ekki ásættanlegt. „Það er nú talað um að fólk fari langt á að vera bjartsýnt og reyna að lifa lífinu eðlilega en þá þarf maður að hafa örugga og trygga umgjörð í kringum sig frá spítalanum og finna að það er allt gert. En ekki eins og við erum að finna núna sjúklingarnir, óöryggi, því það er ekki það sem við þurfum," segir Kristrún að lokum.Þorbjörn Jónsson læknir og formaður Læknafélags Íslands.Viðvarandi læknaskortur Formaður Læknafélags Íslands segir verulega undirmönnum vera á Krabbameinsdeild Landspítalans. Óhóflegt vinnuálag sé á læknum deildarinnar og engin teikn á lofti um að staðan lagist. Á lyflækningahluta krabbameinsdeildar verða sex læknar starfandi í haust í fimm stöðugildum, þar ættu átta stöðugildi að vera setin að sögn Þorbjörns Jónssonar formanns Læknafélags Íslands. Sama gildir um geislaækna, það séu aðeins tveir læknar starfandi í dag en ættu að vera að minnsta kosti helmingi fleiri. „Ef við leggjum þetta saman má sjá að það er veruleg undirmönnun. Íslendingar eru þekktir fyrir að spíta í lófana og læknar reyna að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að biðlistar lengist ekki og þetta bitni alls ekki á meðferð sjúklingana. En þetta leiðir auðvitað til þess að vinnuálagið verður óhóflegt," segir Þorbjörn. Hann segir að sjúklingar muni taka eftir vinnuálaginu, minni tími gefist fyrir hvern og einn og hugsanlega verði ekki alltaf sami læknirinn sem talar við sjúklinginn hverju sinni sem sé mjög slæmt í krabbameinsmeðferð. Læknum hefur fækkað stöðugt í landinu frá hruni og segir Þorbjörn engin teikn á lofti að staðan lagist. Skorturinn sé viðvarandi. „Öll samtök lækna hafa varað við þessu alveg frá árinu 2008 til 2009 að í þetta myndi stefna sem við sitjum uppi með núna. Og það má segja að við höfum öll þessi ár því miður talað fyrir daufum eyrum."
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira