Aðalskipulag klárað í sátt í næstu viku Þórunn skrifar 30. maí 2013 23:30 Þetta er í fyrsta skipti sem aðalskipulag er unnið í sátt allra flokka. Meðal þess sem kveðið verður á um er að ekki skuli rísa háhýsi í miðbænum. fréttablaðið/anton Nýtt aðalskipulag Reykjavíkurborgar verður samþykkt úr borgarstjórn og sett í auglýsingu í næstu viku. Einhugur er um málið í borgarstjórn, enda hafa allir flokkar komið að skipulagsvinnunni. Nýja aðalskipulagið er það fyrsta í sögu Reykjavíkurborgar sem er unnið í sátt allra flokka. „Á vinnslutímanum hafa verið mjög margir meirihlutar eins og fólk veit, margir borgarstjórar og margir formenn skipulagsráðs, svo það hafa mjög margir komið að þessu,“ segir Dagur. „Alltaf hefur þetta haldið sjó og kúrsinn verið sá sami. Þetta aðalskipulag hefur að miklu leyti verið unnið undir forystu Sjálfstæðisflokksins, það var byrjað á þessu árið 2006. Allir flokkar hafa komið að þessu og þrír flokkar hafa stýrt þessu,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. „Þegar Hanna Birna Kristjánsdóttir hætti að stýra þessu og Svandís Svavarsdóttir tók við varð engin stefnubreyting, það er auðvitað mjög athyglisvert.“ Bæði Gísli Marteinn og Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, kynntu málið á fundi með almenningi í gær. Gísli Marteinn og Dagur eru sammála um að með þessari aðferð hafi orðið til betra og vandaðra skipulag. „Að minnsta kosti er þetta eins vandlega unnið og nokkuð aðalskipulag hefur verið í Reykjavík og kannski ekkert vanþörf á. Það hefur ýmislegt farið öðruvísi en fólk ætlaði og hér er verið að reyna að læra af ýmsu sem fór úrskeiðis á árunum fyrir hrun. Þá sáum við gríðarlega mikil plön um uppbyggingu sem aldrei varð,“ segir Dagur. Nú sé hins vegar reynt að sníða stakk eftir vexti. „Eins og síðasta ríkisstjórn brenndi sig á með stjórnarskrárbreytingar er þannig með svona stór mál að það er farsælast að reyna að fá alla að borðinu og vinna í sátt, jafnvel þótt allir þurfi að gefa aðeins eftir,“ segir Gísli. Haldnir verða aukafundir í bæði umhverfis- og skipulagsráði og borgarráði á mánudag til þess að hægt verði að láta borgarstjórn afgreiða málið á fundi sínum á þriðjudag. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fleiri fréttir Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Sjá meira
Nýtt aðalskipulag Reykjavíkurborgar verður samþykkt úr borgarstjórn og sett í auglýsingu í næstu viku. Einhugur er um málið í borgarstjórn, enda hafa allir flokkar komið að skipulagsvinnunni. Nýja aðalskipulagið er það fyrsta í sögu Reykjavíkurborgar sem er unnið í sátt allra flokka. „Á vinnslutímanum hafa verið mjög margir meirihlutar eins og fólk veit, margir borgarstjórar og margir formenn skipulagsráðs, svo það hafa mjög margir komið að þessu,“ segir Dagur. „Alltaf hefur þetta haldið sjó og kúrsinn verið sá sami. Þetta aðalskipulag hefur að miklu leyti verið unnið undir forystu Sjálfstæðisflokksins, það var byrjað á þessu árið 2006. Allir flokkar hafa komið að þessu og þrír flokkar hafa stýrt þessu,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. „Þegar Hanna Birna Kristjánsdóttir hætti að stýra þessu og Svandís Svavarsdóttir tók við varð engin stefnubreyting, það er auðvitað mjög athyglisvert.“ Bæði Gísli Marteinn og Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, kynntu málið á fundi með almenningi í gær. Gísli Marteinn og Dagur eru sammála um að með þessari aðferð hafi orðið til betra og vandaðra skipulag. „Að minnsta kosti er þetta eins vandlega unnið og nokkuð aðalskipulag hefur verið í Reykjavík og kannski ekkert vanþörf á. Það hefur ýmislegt farið öðruvísi en fólk ætlaði og hér er verið að reyna að læra af ýmsu sem fór úrskeiðis á árunum fyrir hrun. Þá sáum við gríðarlega mikil plön um uppbyggingu sem aldrei varð,“ segir Dagur. Nú sé hins vegar reynt að sníða stakk eftir vexti. „Eins og síðasta ríkisstjórn brenndi sig á með stjórnarskrárbreytingar er þannig með svona stór mál að það er farsælast að reyna að fá alla að borðinu og vinna í sátt, jafnvel þótt allir þurfi að gefa aðeins eftir,“ segir Gísli. Haldnir verða aukafundir í bæði umhverfis- og skipulagsráði og borgarráði á mánudag til þess að hægt verði að láta borgarstjórn afgreiða málið á fundi sínum á þriðjudag.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fleiri fréttir Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Sjá meira