Talar við verkin sín Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. maí 2013 11:02 Rikke Kiil opnar sýningu á Kaffi Sólon um helgina. Mynd/ Vilhelm. „Það er saga á bakvið allar myndirnar,“ segir Rikke Kiil, danskur myndlistarmaður, sem opnar sýningu á Kaffi Sólon á laugardaginn. Þegar blaðamaður Vísis settist niður með henni í byrjun vikunnar var hún enn að bíða eftir myndunum sínum úr tollinum. Allt gekk að óskum og eru verkin nú komin í hús. Rikke segir að verkin sín séu einskonar expressionismi. „Það er ákveðinn kraftur og óstýrileiki í myndunum,“ segir Rikke. Hún segir að það taki fjóra til sex mánuði að mála verkin, eftir því hve stór þau eru. Augljóst er að Rikke sýnir verkunum sínum mikla alúð og sjálf segir hún að það komi fyrir að hún tali við þau. Rikke er ekki óvön því að halda myndlistarsýningar en nú nýverið hefur hún bæði verið með sýningar í Barcelona og á Regent Street í Lundúnum. Þá stendur til að halda sýningu í New York síðar í sumar. Eiginmaður hennar, Kjartan Erlendsson, sem er verkfræðingur, aðstoðar Rikke gjarnan við sýningarnar og ekki síst núna þegar þau eru stödd á Íslandi. „Vanalegast er það ég sem er með öll tengslin, eins og í London og Barcelona, en núna þegar við erum komin til Íslands sér hann eiginlega um allan undirbúninginn. Rikke hefur einu sinni áður haldið litla sýningu á Íslandi. Það var í Vestmannaeyjum fyrir tíu árum. Hún segist hreinlega elska Ísland, en Kjartan er Íslendingur. „Ég elska það að koma hingað, í náttúruna,“ segir Rikke. Hér sé engin truflun líkt og í svo mörgum stærri borgum. „Ég elska bara þá tilfinningu sem grípur mig þegar ég kem hingað,“ segir hún. Hún segist helst vilja koma oftar hingað og jafnvel setjast hér að. En þá þyrfti maðurinn hennar að finna vinnu við hæfi hér. Rikke og Kjartan búa í Randers á Jótlandi og hafa verið gift síðan 2001. Rikke er alin upp í Silkeborg og segist hafa byrjað snemma að teikna. „Grunnskólakennarinn minn var myndlistarmaður og hann hafði þau áhrif á mig að ég byrjaði að teikna,“ segir hún. Hún hafi meira og minna málað alla tíð upp frá því og geti varla hugsað sér að hætta því. Sýning Rikke mun standa yfir þangað til fimmtánda júlí eða í einn og hálfan mánuð. Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag Sjá meira
„Það er saga á bakvið allar myndirnar,“ segir Rikke Kiil, danskur myndlistarmaður, sem opnar sýningu á Kaffi Sólon á laugardaginn. Þegar blaðamaður Vísis settist niður með henni í byrjun vikunnar var hún enn að bíða eftir myndunum sínum úr tollinum. Allt gekk að óskum og eru verkin nú komin í hús. Rikke segir að verkin sín séu einskonar expressionismi. „Það er ákveðinn kraftur og óstýrileiki í myndunum,“ segir Rikke. Hún segir að það taki fjóra til sex mánuði að mála verkin, eftir því hve stór þau eru. Augljóst er að Rikke sýnir verkunum sínum mikla alúð og sjálf segir hún að það komi fyrir að hún tali við þau. Rikke er ekki óvön því að halda myndlistarsýningar en nú nýverið hefur hún bæði verið með sýningar í Barcelona og á Regent Street í Lundúnum. Þá stendur til að halda sýningu í New York síðar í sumar. Eiginmaður hennar, Kjartan Erlendsson, sem er verkfræðingur, aðstoðar Rikke gjarnan við sýningarnar og ekki síst núna þegar þau eru stödd á Íslandi. „Vanalegast er það ég sem er með öll tengslin, eins og í London og Barcelona, en núna þegar við erum komin til Íslands sér hann eiginlega um allan undirbúninginn. Rikke hefur einu sinni áður haldið litla sýningu á Íslandi. Það var í Vestmannaeyjum fyrir tíu árum. Hún segist hreinlega elska Ísland, en Kjartan er Íslendingur. „Ég elska það að koma hingað, í náttúruna,“ segir Rikke. Hér sé engin truflun líkt og í svo mörgum stærri borgum. „Ég elska bara þá tilfinningu sem grípur mig þegar ég kem hingað,“ segir hún. Hún segist helst vilja koma oftar hingað og jafnvel setjast hér að. En þá þyrfti maðurinn hennar að finna vinnu við hæfi hér. Rikke og Kjartan búa í Randers á Jótlandi og hafa verið gift síðan 2001. Rikke er alin upp í Silkeborg og segist hafa byrjað snemma að teikna. „Grunnskólakennarinn minn var myndlistarmaður og hann hafði þau áhrif á mig að ég byrjaði að teikna,“ segir hún. Hún hafi meira og minna málað alla tíð upp frá því og geti varla hugsað sér að hætta því. Sýning Rikke mun standa yfir þangað til fimmtánda júlí eða í einn og hálfan mánuð.
Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag Sjá meira