Fótbolti

Kuyt og de Guzman lentu í skelfilegu samstuði á æfingu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hollendingarnir Dirk Kuyt, leikmaður Fenerbahce, og Jonathan de Guzman, leikmaður Swansea, lentu í skelfilegu samstuði á æfingu með hollenska landsliðinu í vikunni.

Þeir misstu báðir af vináttulandsleiknum gegn Portúgal á miðvikudagskvöldið en þá gerðu liðin 1-1 jafntefli.

De Guzman var borin af velli en leikmaðurinn fékk heilahristing og mun missa af leik Swansea og Manchester United á laugardaginn.

Hér að ofan má sjá myndband af árekstrinum og hér að neðan sést hvernig Dirk Kuyt leit út eftir atvikið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×