Fótbolti

Brjálaður út í boltastrákana

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dunga.
Dunga. Mynd/NordicPhotos/Getty
Dunga, fyrrum fyrirliði heimsmeistara Brasilíu og núverandi þjálfari Internacional, var allt annað en sáttur út í boltastrákana eftir 3-3 jafntefli liðsins á móti Botafogo í brasilísku deildinni.

Internacional skoraði jöfnunarmarkið á fjórðu mínútu í uppbótartíma en leikurinn fór fram á Maracana-vellinum í Ríó sem var þarna heimavöllur Botafogo-liðsins.

„Starf boltastrákanna er að setja boltann á jörðina en ekki að spila fyrir heimaliðið. Ég veit ekki hver stjórnar þeim en þeir eru hluti af umgjörð leiksins. Í lok leiksins hurfu þeir síðan alveg og hver ber ábyrgð á því," sagði Dunga öskureiður.

Hollendingurinn Clarence Seedorf, sem er orðinn 37 ára gamall, skoraði eitt marka Botafogo í þessum leik en Internacional var 2-1 yfir í hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×