Telur tímabært að breyta hlutverki mannanafnanefndar Jóhannes Stefánsson skrifar 13. maí 2013 16:15 Mörður Árnason Mynd/ Vísir Mörður Árnason, íslenskufræðingur og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, telur koma til greina að hlutverki mannanafnanefndar verði breytt. „Ég hef velt því fyrir mér hvort rétt væri að hlutirnir væru þannig að hún hefði leiðbeiningarhlutverk en færi ekki með leyfisveitingu," segir Mörður um hlutverk nefndarinnar. Mörður telur þó ekki óhugsandi að nefndin yrði hreinlega lögð niður. „Það er leiðinlegt að ríkið sé að skipta sér af jafn viðkvæmum og persónulegum hlutum og nafngjöf, en á hinn bógin þurfa menn að hafa í huga hinn ágæta málshátt sem segir að það þurfi þorp til að ala upp barn, og börn eru ekki eign foreldra sinna eins og bíll og hús," segir Mörður.Hefur skilning á málflutningi beggja hliða Um röksemdir fyrir tilvist nefndarinnar segir Mörður: „Það er um tvennt að ræða í þessu. Annars vegar er verið að halda uppi málræktarstefnu og barnaverndarstefnu. Það skiptir máli hvaða nafn er valið á barnið og menn þurfa að íhuga þetta tvennt saman. En auðvitað hefur samfélagið breyst og innflytjendum hefur fjölgað sem bera sín eigin nöfn." Mörður bætir svo við: „Það er eðlilegt að fámenn þjóð sem talar sérstakt mál geri ýmsar ráðstafanir til að halda þeirri þjóðtungu hátt á lofti." Mörður segir augljóst að það þurfi að breyta núverandi lögum. Hann nefnir að sumir vilji leggja lögin niður en bætir við: „Ég held að heppilegra skref væri að láta nefndina hafa leiðbeiningarhlutverk þannig að foreldrar hafi sjálfir síðasta orðið um nafn barna sinna." Mörður telur að lágmarki þurfi að veita heimild til áfrýjunar svo að málin rati síður fyrir dómstóla. Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Mörður Árnason, íslenskufræðingur og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, telur koma til greina að hlutverki mannanafnanefndar verði breytt. „Ég hef velt því fyrir mér hvort rétt væri að hlutirnir væru þannig að hún hefði leiðbeiningarhlutverk en færi ekki með leyfisveitingu," segir Mörður um hlutverk nefndarinnar. Mörður telur þó ekki óhugsandi að nefndin yrði hreinlega lögð niður. „Það er leiðinlegt að ríkið sé að skipta sér af jafn viðkvæmum og persónulegum hlutum og nafngjöf, en á hinn bógin þurfa menn að hafa í huga hinn ágæta málshátt sem segir að það þurfi þorp til að ala upp barn, og börn eru ekki eign foreldra sinna eins og bíll og hús," segir Mörður.Hefur skilning á málflutningi beggja hliða Um röksemdir fyrir tilvist nefndarinnar segir Mörður: „Það er um tvennt að ræða í þessu. Annars vegar er verið að halda uppi málræktarstefnu og barnaverndarstefnu. Það skiptir máli hvaða nafn er valið á barnið og menn þurfa að íhuga þetta tvennt saman. En auðvitað hefur samfélagið breyst og innflytjendum hefur fjölgað sem bera sín eigin nöfn." Mörður bætir svo við: „Það er eðlilegt að fámenn þjóð sem talar sérstakt mál geri ýmsar ráðstafanir til að halda þeirri þjóðtungu hátt á lofti." Mörður segir augljóst að það þurfi að breyta núverandi lögum. Hann nefnir að sumir vilji leggja lögin niður en bætir við: „Ég held að heppilegra skref væri að láta nefndina hafa leiðbeiningarhlutverk þannig að foreldrar hafi sjálfir síðasta orðið um nafn barna sinna." Mörður telur að lágmarki þurfi að veita heimild til áfrýjunar svo að málin rati síður fyrir dómstóla.
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira