Telur tímabært að breyta hlutverki mannanafnanefndar Jóhannes Stefánsson skrifar 13. maí 2013 16:15 Mörður Árnason Mynd/ Vísir Mörður Árnason, íslenskufræðingur og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, telur koma til greina að hlutverki mannanafnanefndar verði breytt. „Ég hef velt því fyrir mér hvort rétt væri að hlutirnir væru þannig að hún hefði leiðbeiningarhlutverk en færi ekki með leyfisveitingu," segir Mörður um hlutverk nefndarinnar. Mörður telur þó ekki óhugsandi að nefndin yrði hreinlega lögð niður. „Það er leiðinlegt að ríkið sé að skipta sér af jafn viðkvæmum og persónulegum hlutum og nafngjöf, en á hinn bógin þurfa menn að hafa í huga hinn ágæta málshátt sem segir að það þurfi þorp til að ala upp barn, og börn eru ekki eign foreldra sinna eins og bíll og hús," segir Mörður.Hefur skilning á málflutningi beggja hliða Um röksemdir fyrir tilvist nefndarinnar segir Mörður: „Það er um tvennt að ræða í þessu. Annars vegar er verið að halda uppi málræktarstefnu og barnaverndarstefnu. Það skiptir máli hvaða nafn er valið á barnið og menn þurfa að íhuga þetta tvennt saman. En auðvitað hefur samfélagið breyst og innflytjendum hefur fjölgað sem bera sín eigin nöfn." Mörður bætir svo við: „Það er eðlilegt að fámenn þjóð sem talar sérstakt mál geri ýmsar ráðstafanir til að halda þeirri þjóðtungu hátt á lofti." Mörður segir augljóst að það þurfi að breyta núverandi lögum. Hann nefnir að sumir vilji leggja lögin niður en bætir við: „Ég held að heppilegra skref væri að láta nefndina hafa leiðbeiningarhlutverk þannig að foreldrar hafi sjálfir síðasta orðið um nafn barna sinna." Mörður telur að lágmarki þurfi að veita heimild til áfrýjunar svo að málin rati síður fyrir dómstóla. Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Mörður Árnason, íslenskufræðingur og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, telur koma til greina að hlutverki mannanafnanefndar verði breytt. „Ég hef velt því fyrir mér hvort rétt væri að hlutirnir væru þannig að hún hefði leiðbeiningarhlutverk en færi ekki með leyfisveitingu," segir Mörður um hlutverk nefndarinnar. Mörður telur þó ekki óhugsandi að nefndin yrði hreinlega lögð niður. „Það er leiðinlegt að ríkið sé að skipta sér af jafn viðkvæmum og persónulegum hlutum og nafngjöf, en á hinn bógin þurfa menn að hafa í huga hinn ágæta málshátt sem segir að það þurfi þorp til að ala upp barn, og börn eru ekki eign foreldra sinna eins og bíll og hús," segir Mörður.Hefur skilning á málflutningi beggja hliða Um röksemdir fyrir tilvist nefndarinnar segir Mörður: „Það er um tvennt að ræða í þessu. Annars vegar er verið að halda uppi málræktarstefnu og barnaverndarstefnu. Það skiptir máli hvaða nafn er valið á barnið og menn þurfa að íhuga þetta tvennt saman. En auðvitað hefur samfélagið breyst og innflytjendum hefur fjölgað sem bera sín eigin nöfn." Mörður bætir svo við: „Það er eðlilegt að fámenn þjóð sem talar sérstakt mál geri ýmsar ráðstafanir til að halda þeirri þjóðtungu hátt á lofti." Mörður segir augljóst að það þurfi að breyta núverandi lögum. Hann nefnir að sumir vilji leggja lögin niður en bætir við: „Ég held að heppilegra skref væri að láta nefndina hafa leiðbeiningarhlutverk þannig að foreldrar hafi sjálfir síðasta orðið um nafn barna sinna." Mörður telur að lágmarki þurfi að veita heimild til áfrýjunar svo að málin rati síður fyrir dómstóla.
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira