Skyggnst bak við tjöldin hjá UN Women: Saga Sig og Katrín María Káradóttir 5. desember 2013 11:00 Saga Sig og Katrín María Káradóttir Fréttablaðið/Vilhelm „Mér finnst UN Women vinna þarft starf í þágu málefna sem snerta okkur öll – ég elska að vinna með snillingum og allir sem komu að átakinu eru það,“ segir Saga Sig ljósmyndari um UN Women-bolinn sem hún ásamt Katrínu Maríu Káradóttur, yfirhönnuði ELLU, hannaði fyrir landsnefnd UN Women á Íslandi. Það er ósk þeirra að með hverjum bol sem selst aukist meðvitund landsmanna um stöðu kvenna og stúlkna í fátækustu löndum heims og um leið samtökin.Sigríður María Egilsdóttir og Selma Björk Hermannsdóttir hafa báðar verið áberandi undanfarið. Selma Björk sagði hetjulega frá einelti sem hún hefur orðið fyrir í mörg ár og Sigríður María flutti ræðu á 100 Women, ráðstefnu BBC um framtíðarmarkmið kvenna, í október síðastliðnum og vakti gríðarlega athygli fyrir vikið. Fréttablaðið/VILHELMAllur ágóði af bolunum rennur í Styrktarsjóð Sameinuðu þjóðanna til afnáms ofbeldis gegn konum. Sjóðurinn styrkir verkefni sem miða að því að uppræta ofbeldi gegn konum og stúlkum og stuðla að auknu jafnrétti þeirra. Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir Dýrfjörð, sem leikur í kvikmyndum á borð við Málmhaus og Djúpið, og Saga Sig skoða útkomu úr myndatökunni. Fréttablaðið/Vilhelm„Í tilefni af útkomu bolanna fengu samtökin konur og stúlkur úr öllum áttum og á öllum aldri til liðs við sig fyrir sérstaka auglýsingaherferð sem Saga tók. Myndatakan fór fram í Ljósmyndaskóla Sissu og er óhætt að segja að dagurinn hafi verið stórskemmtilegur,“ segir Hanna Eiríksdóttir hjá UN Women. Bolurinn verður seldur í takmörkuðu upplagi og kemur í verslanir um miðjan mánuðinn. Efnt verður til veislu þegar bolirnir koma í sölu í húsakynnum ELLU.Þær Sigríður María Egilsdóttir og Selma Björk Hermannsdóttir lögðu málefninu lið.Fréttablaðið/Vilhelm Katrín María Káradóttir hefur komið víða við, meðal annars verið við starfsnám hjá BBC í London og hjá John Galliano/Dior, þar sem hún tók svo síðar við starfi aðstoðarhönnuðar; hún hefur unnið í skyrtuverksmiðju og hjá Þjóðleikhúsinu. Katrín María Káradóttir er um þessar mundir yfirhönnuður ELLU og fagstjóri hönnunar- og arkítektúrdeildar Listaháskóla Íslands, ásamt því að starfa við leiðsögn og hefur eytt töluverðum tíma á Austur-Grænlandi við þá iðju.Saga Sig var ljósmyndastjóri Verzlunarskólablaðsins á menntaskólaárunum. Það var þá sem hún áttaði sig á því að hún vildi vinna við ljósmyndun sem listform. Saga fór í eitt ár í listfræði í Háskóla Íslands en flutti svo til London þar sem hún lærði tískuljósmyndun í London College of Fashion. Hún útskrifaðist þaðan árið 2011 og hefur síðan verið iðin við kolann, og meðal annars myndað fyrir NIKE Women, KALDA, KronKron, Topshop, Burberry og Harpers Bazaar Arabia svo eitthvað sé nefnt. Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
„Mér finnst UN Women vinna þarft starf í þágu málefna sem snerta okkur öll – ég elska að vinna með snillingum og allir sem komu að átakinu eru það,“ segir Saga Sig ljósmyndari um UN Women-bolinn sem hún ásamt Katrínu Maríu Káradóttur, yfirhönnuði ELLU, hannaði fyrir landsnefnd UN Women á Íslandi. Það er ósk þeirra að með hverjum bol sem selst aukist meðvitund landsmanna um stöðu kvenna og stúlkna í fátækustu löndum heims og um leið samtökin.Sigríður María Egilsdóttir og Selma Björk Hermannsdóttir hafa báðar verið áberandi undanfarið. Selma Björk sagði hetjulega frá einelti sem hún hefur orðið fyrir í mörg ár og Sigríður María flutti ræðu á 100 Women, ráðstefnu BBC um framtíðarmarkmið kvenna, í október síðastliðnum og vakti gríðarlega athygli fyrir vikið. Fréttablaðið/VILHELMAllur ágóði af bolunum rennur í Styrktarsjóð Sameinuðu þjóðanna til afnáms ofbeldis gegn konum. Sjóðurinn styrkir verkefni sem miða að því að uppræta ofbeldi gegn konum og stúlkum og stuðla að auknu jafnrétti þeirra. Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir Dýrfjörð, sem leikur í kvikmyndum á borð við Málmhaus og Djúpið, og Saga Sig skoða útkomu úr myndatökunni. Fréttablaðið/Vilhelm„Í tilefni af útkomu bolanna fengu samtökin konur og stúlkur úr öllum áttum og á öllum aldri til liðs við sig fyrir sérstaka auglýsingaherferð sem Saga tók. Myndatakan fór fram í Ljósmyndaskóla Sissu og er óhætt að segja að dagurinn hafi verið stórskemmtilegur,“ segir Hanna Eiríksdóttir hjá UN Women. Bolurinn verður seldur í takmörkuðu upplagi og kemur í verslanir um miðjan mánuðinn. Efnt verður til veislu þegar bolirnir koma í sölu í húsakynnum ELLU.Þær Sigríður María Egilsdóttir og Selma Björk Hermannsdóttir lögðu málefninu lið.Fréttablaðið/Vilhelm Katrín María Káradóttir hefur komið víða við, meðal annars verið við starfsnám hjá BBC í London og hjá John Galliano/Dior, þar sem hún tók svo síðar við starfi aðstoðarhönnuðar; hún hefur unnið í skyrtuverksmiðju og hjá Þjóðleikhúsinu. Katrín María Káradóttir er um þessar mundir yfirhönnuður ELLU og fagstjóri hönnunar- og arkítektúrdeildar Listaháskóla Íslands, ásamt því að starfa við leiðsögn og hefur eytt töluverðum tíma á Austur-Grænlandi við þá iðju.Saga Sig var ljósmyndastjóri Verzlunarskólablaðsins á menntaskólaárunum. Það var þá sem hún áttaði sig á því að hún vildi vinna við ljósmyndun sem listform. Saga fór í eitt ár í listfræði í Háskóla Íslands en flutti svo til London þar sem hún lærði tískuljósmyndun í London College of Fashion. Hún útskrifaðist þaðan árið 2011 og hefur síðan verið iðin við kolann, og meðal annars myndað fyrir NIKE Women, KALDA, KronKron, Topshop, Burberry og Harpers Bazaar Arabia svo eitthvað sé nefnt.
Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira