Hressir strákar í grunnskóla semja danskt jólalag Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 5. desember 2013 08:00 Strákunum leiðist ekki og finna alltaf upp á einhverju nýju til að taka sér fyrir hendur. Fréttablaðið/Vilhelm Fimm vinir í 9. og 10. bekk tóku sig saman og sömdu jólalag á dönsku. Þeir kalla sig Svartabandið og aldrei að vita nema næsta lag frá þeim verði sumarsmellur. „Við vorum búnir að gera lagið Lúkas Geir og okkur langaði að finna upp á einhverju nýju og sniðugu. Okkur fannst fyndið og sniðugt að gera danskt jólalag. Ég veit ekki af hverju. Það poppaði einhvern veginn upp í hugann,“ segir Oddur Þórisson en hann myndar hljómsveitina Svartabandið ásamt Degi Stein Baldurssyni, Hjalta Þór Nielsen, Sveini Rúnari Mássyni og Vilbergi Andra Pálssyni. Þeir eru allir í 9. bekk í Valhúsaskóla nema Dagur Steinn sem er í 10. bekk í Hlíðaskóla. Þeir ákváðu að semja jólalagið Julefesten og gerðu myndband við lagið. „Lagið fjallar um fjölskyldu sem á ekki peninga fyrir jólaveislunni sinni. Það er frekar súr stemning á heimilinu sem endar í dramatík,“ segir Oddur léttur í bragði en segir jafnframt að þeir félagarnir séu ekki mjög dramatískir. „Við kynntumst í lúðrasveitinni á Seltjarnarnesi og erum búnir að þekkjast í þrjú ár. Við erum allir í tónlistarnámi. Ég og Dagur æfum á trompet, Vilberg æfir á kontrabassa, Sveinn æfir á alto saxófón og Hjalti æfir á tenór saxófón,“ segir Oddur. Þeir hjálpuðust við að semja Julefesten og tóku myndbandið og hljóð upp sjálfir. „Við erum ekki alslæmir í dönsku en foreldrar okkar hjálpuðu okkur við að fara yfir textann. Allir nemendur og kennarar í Valhúsaskóla hafa horft á myndbandið og dönskukennarinn er sérstaklega sáttur,“ segir Oddur. „Fyrra lagið sem við gerðum, Lúkas Geir, fjallar ekki um hundinn Lúkas - það misskilja það margir. Hugmyndin að því kviknaði á lúðrasveitaræfingu. Ég byrjaði að spila á píanó og einn af okkur söng fyrstu línuna í laginu upp úr þurru. Þremur mánuðum síðar ákváðum við að búa til heilt lag en textinn er algjört rugl. Við ákváðum að skíra hljómsveitina Svartabandið því það voru stelpur með okkur í lúðrasveit sem mynduðu hljómsveitina Bleikabandið. Okkur fannst það mjög fyndið.“ Varðandi framtíðina segir Oddur hana óráðna. „Við ætlum að halda áfram að búa til lög saman um ókomna tíð. Það er ekki alveg víst hvað næsta lag verður en það gæti orðið einhver sumarsmellur. Ég veit ekki hvort við semjum á öðru tungumáli aftur, við erum ekki svo fróðir í öðrum tungumálum en kannski ensku.“ Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met Sjá meira
Fimm vinir í 9. og 10. bekk tóku sig saman og sömdu jólalag á dönsku. Þeir kalla sig Svartabandið og aldrei að vita nema næsta lag frá þeim verði sumarsmellur. „Við vorum búnir að gera lagið Lúkas Geir og okkur langaði að finna upp á einhverju nýju og sniðugu. Okkur fannst fyndið og sniðugt að gera danskt jólalag. Ég veit ekki af hverju. Það poppaði einhvern veginn upp í hugann,“ segir Oddur Þórisson en hann myndar hljómsveitina Svartabandið ásamt Degi Stein Baldurssyni, Hjalta Þór Nielsen, Sveini Rúnari Mássyni og Vilbergi Andra Pálssyni. Þeir eru allir í 9. bekk í Valhúsaskóla nema Dagur Steinn sem er í 10. bekk í Hlíðaskóla. Þeir ákváðu að semja jólalagið Julefesten og gerðu myndband við lagið. „Lagið fjallar um fjölskyldu sem á ekki peninga fyrir jólaveislunni sinni. Það er frekar súr stemning á heimilinu sem endar í dramatík,“ segir Oddur léttur í bragði en segir jafnframt að þeir félagarnir séu ekki mjög dramatískir. „Við kynntumst í lúðrasveitinni á Seltjarnarnesi og erum búnir að þekkjast í þrjú ár. Við erum allir í tónlistarnámi. Ég og Dagur æfum á trompet, Vilberg æfir á kontrabassa, Sveinn æfir á alto saxófón og Hjalti æfir á tenór saxófón,“ segir Oddur. Þeir hjálpuðust við að semja Julefesten og tóku myndbandið og hljóð upp sjálfir. „Við erum ekki alslæmir í dönsku en foreldrar okkar hjálpuðu okkur við að fara yfir textann. Allir nemendur og kennarar í Valhúsaskóla hafa horft á myndbandið og dönskukennarinn er sérstaklega sáttur,“ segir Oddur. „Fyrra lagið sem við gerðum, Lúkas Geir, fjallar ekki um hundinn Lúkas - það misskilja það margir. Hugmyndin að því kviknaði á lúðrasveitaræfingu. Ég byrjaði að spila á píanó og einn af okkur söng fyrstu línuna í laginu upp úr þurru. Þremur mánuðum síðar ákváðum við að búa til heilt lag en textinn er algjört rugl. Við ákváðum að skíra hljómsveitina Svartabandið því það voru stelpur með okkur í lúðrasveit sem mynduðu hljómsveitina Bleikabandið. Okkur fannst það mjög fyndið.“ Varðandi framtíðina segir Oddur hana óráðna. „Við ætlum að halda áfram að búa til lög saman um ókomna tíð. Það er ekki alveg víst hvað næsta lag verður en það gæti orðið einhver sumarsmellur. Ég veit ekki hvort við semjum á öðru tungumáli aftur, við erum ekki svo fróðir í öðrum tungumálum en kannski ensku.“
Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met Sjá meira