Fjögurra og hálfs árs dómur fyrir alvarlega líkamsárás Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 5. desember 2013 17:16 Maðurinn hlaut fjögurra og hálfs árs fangelsi en áður hafði Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmt manninn í þriggja og hálfs árs fangelsi. Maðurinn var ákærður fyrir húsbrot, eignaspjöll og tilraun til manndráps með því að hafa ruðst í heimildarleysi inn á heimili eldri manns. Veist þar að honum með margvíslegu ofbeldi og að atlögunni lokinni hefði maðurinn farið um húsnæði þess sem hann réðst á og eyðilagt húsmuni. Hinn dæmdi játaði að hafa slegið og sparkað í manninn, meðal annars í höfuð mannsins. Meðal þess sem hann notaði til þess að slá manninn með var munnharpa. Hann neitaði að hafa með þessu athæfi gerst sekur um tilraun til manndráps. Bæði Hæstiréttur og héraðsdómur töldu að ekki væri sannað að hinn dæmdi hefði haft ásetning til þess að bana manninum. Né að honum hefði verið ljóst að bani kynni að hljótast af atlögunni. Hinn dæmdi bar við minnisleysi en sagði að hann hefði verið á leið heim til móður sinnar þegar honum datt í hug að koma við hjá brotaþola. Maðurinn sem hann réðst á er föðurbróðir móður hans og hann sagðist hafa heyrt af því þegar hann var að alast upp að maðurinn hefði misnotað móður hans þegar hún var á barnsaldri. Hann hefði alla tíð haft horn í síðu mannsins en þeir hefðu aldrei umgengis neitt að ráði. Áverkar mannsins sem ráðist var á voru meðal annars blæðing inn á heila með bjúgmyndun, brot á vanga- og kinnkjálkabeinum, nefbrot, rifbeinsbrot og versnandi heyrn. Auk þess er brotaþoli haldinn verulegum kvíða og mun hafa þurft að yfirgefa heimili sitt af þeim sökum fyrr en ætlað var. Fyrir Hæstarétti féll ákæruvaldið frá ákæru um húsbrot og eignaspjöll enda engin kæra frá brotaþola vegna þess. Hinn dæmdi hafði áður verið dæmdur í eins árs fangelsi fyrir líkamsárás, þar af voru níu mánuðir skilorðsbundnir til þriggja ára. Með vísan til þess dóms og fyrri afbrota mannsins þótti hæfileg refsing fyrir hinn dæmda því fjögur og hálft ár. Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Maðurinn hlaut fjögurra og hálfs árs fangelsi en áður hafði Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmt manninn í þriggja og hálfs árs fangelsi. Maðurinn var ákærður fyrir húsbrot, eignaspjöll og tilraun til manndráps með því að hafa ruðst í heimildarleysi inn á heimili eldri manns. Veist þar að honum með margvíslegu ofbeldi og að atlögunni lokinni hefði maðurinn farið um húsnæði þess sem hann réðst á og eyðilagt húsmuni. Hinn dæmdi játaði að hafa slegið og sparkað í manninn, meðal annars í höfuð mannsins. Meðal þess sem hann notaði til þess að slá manninn með var munnharpa. Hann neitaði að hafa með þessu athæfi gerst sekur um tilraun til manndráps. Bæði Hæstiréttur og héraðsdómur töldu að ekki væri sannað að hinn dæmdi hefði haft ásetning til þess að bana manninum. Né að honum hefði verið ljóst að bani kynni að hljótast af atlögunni. Hinn dæmdi bar við minnisleysi en sagði að hann hefði verið á leið heim til móður sinnar þegar honum datt í hug að koma við hjá brotaþola. Maðurinn sem hann réðst á er föðurbróðir móður hans og hann sagðist hafa heyrt af því þegar hann var að alast upp að maðurinn hefði misnotað móður hans þegar hún var á barnsaldri. Hann hefði alla tíð haft horn í síðu mannsins en þeir hefðu aldrei umgengis neitt að ráði. Áverkar mannsins sem ráðist var á voru meðal annars blæðing inn á heila með bjúgmyndun, brot á vanga- og kinnkjálkabeinum, nefbrot, rifbeinsbrot og versnandi heyrn. Auk þess er brotaþoli haldinn verulegum kvíða og mun hafa þurft að yfirgefa heimili sitt af þeim sökum fyrr en ætlað var. Fyrir Hæstarétti féll ákæruvaldið frá ákæru um húsbrot og eignaspjöll enda engin kæra frá brotaþola vegna þess. Hinn dæmdi hafði áður verið dæmdur í eins árs fangelsi fyrir líkamsárás, þar af voru níu mánuðir skilorðsbundnir til þriggja ára. Með vísan til þess dóms og fyrri afbrota mannsins þótti hæfileg refsing fyrir hinn dæmda því fjögur og hálft ár.
Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira