Innlent

Mjög vímaður maður hótaði starfsfólki

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í dag tilkynningu um mann sem var að reyna að stela í verslun í Skeifunni og var með hótanir gagnvart starfsfólki.

Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa en hann var mjög vímaður og með mikla ranghugmyndir.

Þá var einnig tilkynnt um eignarspjöll, rúðubrot, í sumarbústaði og innbrot í heimahús í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×