Lífið

Tvö íslensk lög í undankeppni Eurovision í Þýskalandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Facebook
Ása Ástardóttir, sjálftitluð söngvari, grínisti og Youtube-stjarna hefur sótt um að taka þátt í Eurovision fyrir hönd Þýskalands, með tveimur íslenskum lögum sem hún mun flytja á ensku. Lögin heita „Skál“ og „Sætir kossar“ og eru lögin nú í forvali kepninnar.

Í tilkynningu frá Ásu segir að lögin tvö séu efst á heimasíðu þýska forvalsins fyrir lokakeppnina í Kaupmannahöfn. „Ég er mjög spennt fyrir því að vera í keppninni og stolt af því að syngja tvö íslensk lög,“ segir Ása í tilkynningunni.

Lögin hafa einnig notið mikilla vinsælda á Youtube.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.