Innlent

Eldur í rússneskum togara í Hafnarfirði

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
Nokkuð mikinn reyk leggur frá togaranum.
Nokkuð mikinn reyk leggur frá togaranum.
Eldur logar  nú í gömlum rússneskum togara sem liggur við Óseyrarbryggju í Hafnarfirði.

Togarinn er búinn að liggja við bryggju í nokkur ár og að sögn Slökkviliðsins er talið að eldurinn sé á millidekki og eru reykkafarar komnir um borð til að kanna aðstæður. 

Á annan tug slökkviliðsmanna og sjúkrabíll eru á staðnum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×