Fótbolti

Markalaust í fyrsta leiknum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Ítalía og Finnland gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leik Evrópumeistaramótsins í knattspyrnu sem nú fer fram í Svíþjóð.

Liðin leika í A-riðli ásamt Svíþjóð og Danmörku sem mætast í formlegum opnunarleik keppninnar í Gautaborg í kvöld.

Ítalir sóttu meira í leiknum í kvöld en Finnar gáfu fá færi á sér. Varnarleikur Ítala var sömuleiðis góður en liðið hélt marki sínu hreinu alla undankeppnina.

Ísland hefur leik í keppninni á morgun er liðið mætir Noregi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×