Beckham ræðst inn í París Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. febrúar 2013 07:00 Beckham var kynntur á blaðamannafundi hjá PSG í gær. Þar á bæ ætlast menn til mikils af honum. Mynd/NordicPhotos/Getty Nýr kafli í glæsilegum ferli Englendingsins Davids Beckham hófst í gær. Þá samdi þessi 37 ára gamla goðsögn undir samning við franska liðið PSG. Þar ráða ríkjum moldríkir Katarar sem ætla að gera PSG að besta liði heims. Þeir eru þegar búnir að eyða miklum peningum í félagið og eru ekki hættir. Þeir munu þó klárlega græða líka á Beckham enda enginn knattspyrnumaður sem hefur selt álíka magn af treyjum og þessi vinsæli Englendingur. Með komu Beckhams mun sviðsljósið enn frekar vera á franska félaginu og bíða margir spenntir eftir því að fylgjast með samstarfi Beckhams og Svíans Zlatans Ibrahimovic. Zlatan mun fá úr nægu að moða er Beckham byrjar að dæla snilldarsendingum sínum inn í teiginn á Svíann. Beckham er sigurvegari. Það er óumdeilt. Hvar sem hann hefur verið hefur hann náð árangri. Ferillinn hófst hjá Man. Utd þar sem hann spilaði í ótrúlegu liði og vann Englandsmeistaratitilinn sex sinnum.Látinn fara frá Manchester Vinsældir hans voru miklar og ekki minnkuðu þær er hann fór að slá sér upp með kryddpíunni Victoriu. Sumir segja að hann hafi verið orðinn of stór fyrir félagið og þess vegna hafi Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, ákveðið að selja hann. Það hefur aldrei verið staðfest. Samband Beckhams og Fergusons var þó erfitt eftir vinsældir hans ruku upp úr öllu valdi. Er frægt þegar Ferguson kastaði skó í Beckham með þeim afleiðingum að leikmaðurinn fékk skurð á höfuð. Það varð að lokum óumflýjanlegt að Beckham færi og hélt hann því næst til spænska stórliðsins Real Madrid. Margir höfðu efasemdir um að hann hefði það sem til þyrfti hjá spænska félaginu en hann þaggaði niður í öllum slíkum röddum. Hann átti frábær ár hjá félaginu og er enn mjög vinsæll hjá stuðningsmönnum félagsins. Hinn metnaðarfulli Beckham var nú bæði búinn að vinna meistaratitla á Englandi og Spáni. Þá fór hann út í hið kröfumikla verkefni að koma bandarískum fótbolta á kortið.Innrásin í Bandaríkin Það gekk upp og ofan hjá honum. Bandarískur fótbolti náði ekki sömu hæðum og stærstu íþróttirnar í Bandaríkjunum en vinsældirnar jukust samt talsvert. Fjölmiðlaumfjöllun varð meiri og krakkar í Bandaríkjunum flykktust á völlinn til þess að æfa fótbolta. Beckham náði ekki að lyfta boltanum upp í hæstu hæðir en upp fór hann. Þess utan vann Beckham tvo meistaratitla og yfirgaf Bandaríkin sem sigurvegari, enn á ný. Þrjú lönd og meistari í þeim öllum. Það er ansi líklegt að hann verði orðinn meistari í fjórða landinu síðar á þessu ári. PSG er á toppnum í Frakklandi og ansi líklegt til afreka með sinn frábæra mannskap. Það á líka eflaust mjög vel við tískuhjónin að búa í París en eiginkona Beckhams, Victoria, hefur verið að láta til sín taka á þeim markaði með góðum árangri og Beckham eftirsótt módel þess utan. París er því vettvangur nýrra sigra Beckham-hjónanna og þau munu vafalítið ná árangri þar eins og annars staðar. Fótbolti Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
Nýr kafli í glæsilegum ferli Englendingsins Davids Beckham hófst í gær. Þá samdi þessi 37 ára gamla goðsögn undir samning við franska liðið PSG. Þar ráða ríkjum moldríkir Katarar sem ætla að gera PSG að besta liði heims. Þeir eru þegar búnir að eyða miklum peningum í félagið og eru ekki hættir. Þeir munu þó klárlega græða líka á Beckham enda enginn knattspyrnumaður sem hefur selt álíka magn af treyjum og þessi vinsæli Englendingur. Með komu Beckhams mun sviðsljósið enn frekar vera á franska félaginu og bíða margir spenntir eftir því að fylgjast með samstarfi Beckhams og Svíans Zlatans Ibrahimovic. Zlatan mun fá úr nægu að moða er Beckham byrjar að dæla snilldarsendingum sínum inn í teiginn á Svíann. Beckham er sigurvegari. Það er óumdeilt. Hvar sem hann hefur verið hefur hann náð árangri. Ferillinn hófst hjá Man. Utd þar sem hann spilaði í ótrúlegu liði og vann Englandsmeistaratitilinn sex sinnum.Látinn fara frá Manchester Vinsældir hans voru miklar og ekki minnkuðu þær er hann fór að slá sér upp með kryddpíunni Victoriu. Sumir segja að hann hafi verið orðinn of stór fyrir félagið og þess vegna hafi Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, ákveðið að selja hann. Það hefur aldrei verið staðfest. Samband Beckhams og Fergusons var þó erfitt eftir vinsældir hans ruku upp úr öllu valdi. Er frægt þegar Ferguson kastaði skó í Beckham með þeim afleiðingum að leikmaðurinn fékk skurð á höfuð. Það varð að lokum óumflýjanlegt að Beckham færi og hélt hann því næst til spænska stórliðsins Real Madrid. Margir höfðu efasemdir um að hann hefði það sem til þyrfti hjá spænska félaginu en hann þaggaði niður í öllum slíkum röddum. Hann átti frábær ár hjá félaginu og er enn mjög vinsæll hjá stuðningsmönnum félagsins. Hinn metnaðarfulli Beckham var nú bæði búinn að vinna meistaratitla á Englandi og Spáni. Þá fór hann út í hið kröfumikla verkefni að koma bandarískum fótbolta á kortið.Innrásin í Bandaríkin Það gekk upp og ofan hjá honum. Bandarískur fótbolti náði ekki sömu hæðum og stærstu íþróttirnar í Bandaríkjunum en vinsældirnar jukust samt talsvert. Fjölmiðlaumfjöllun varð meiri og krakkar í Bandaríkjunum flykktust á völlinn til þess að æfa fótbolta. Beckham náði ekki að lyfta boltanum upp í hæstu hæðir en upp fór hann. Þess utan vann Beckham tvo meistaratitla og yfirgaf Bandaríkin sem sigurvegari, enn á ný. Þrjú lönd og meistari í þeim öllum. Það er ansi líklegt að hann verði orðinn meistari í fjórða landinu síðar á þessu ári. PSG er á toppnum í Frakklandi og ansi líklegt til afreka með sinn frábæra mannskap. Það á líka eflaust mjög vel við tískuhjónin að búa í París en eiginkona Beckhams, Victoria, hefur verið að láta til sín taka á þeim markaði með góðum árangri og Beckham eftirsótt módel þess utan. París er því vettvangur nýrra sigra Beckham-hjónanna og þau munu vafalítið ná árangri þar eins og annars staðar.
Fótbolti Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira