Innlent

Tíðindalaust þrátt fyrir fulla fangageymslur

Gunnar Valþórsson skrifar
Ekki er tilgreint hvernig stendur á því að fangageymslur eru fullar, aðeins talað um að það sé vegna ýmissa mála.
Ekki er tilgreint hvernig stendur á því að fangageymslur eru fullar, aðeins talað um að það sé vegna ýmissa mála.
Fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru nánast fullar eftir nóttina. Í tilkynningu frá lögreglu segir hinsvegar að nóttin og gærkvöldið hafi verið tíðindalaust.

Aðeins er minnst á tvo ökumenn sem voru teknir í austurborginni fyrir fíkniefnakstur. Ekki er tilgreint hvernig stendur á því að fangageymslur eru fullar, aðeins talað um að það sé vegna ýmissa mála.

Á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er ekki heldur að finna neinar skýringar á því hvernig stendur á þessum fjölda fanga en þar segir hins vegar að lögreglan hafi lagt sig í líma við að vera sýnileg í umferðinni til að draga úr hraða þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×