Innlent

Óverulegt tjón af völdum leka hjá Marel

Gunnar Valþórsson skrifar
Árni Oddur Þórisson stjórnarformaður og Theo Hoen forstjóri Marels, þegar 30 ára afmæli fyrirtækisins var fagnað.
Árni Oddur Þórisson stjórnarformaður og Theo Hoen forstjóri Marels, þegar 30 ára afmæli fyrirtækisins var fagnað.
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að verksmiðju Marel í Garðabænum um klukkan tvö í nótt.

Um vatnsleka var að ræða og flæddi kalt vatn á tveimur hæðum í húsinu. Slökkviliðsmenn voru um tvo klukkutíma á staðnum við að dæla burt vatninu en hjá Marel fengust þær upplýsingar að tjón hafi verið óverulegt og að lekinn hafi engin áhrif haft á framleiðslu fyrirtækisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×