Gestir í sundbíói teknir í "security check“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. september 2013 15:08 Myndirnar úr grínbíóinu tók Ólöf Kristín Helgadóttir. Höfundur mynda úr sundbíói er Loïc Chetail. Bergur Ebbi Benediktsson, skemmtikraftur og kynningarfulltrúi RIFF, segir stemninguna hafa verið góða í Tjarnabíó á föstudaginn þegar viðburðurinn Grínbíó RIFF fór fram fyrir fullum sal af fólki. „Kvikmyndin Nýtt Líf var sýnd með skýringum,“ útskýrir Bergur Ebbi. „Sviðslistafólkið Saga Garðarsdóttir, Ragnar Ísleifur Bragason og Dóri DNA voru að greina myndina jafnóðum.“ Þráinn Bertelsson og Karl Ágúst Úlfsson sátu fyrir svörum áður en myndin var sýnd en það var Ásgrímur Sverrisson, kvikmyndagerðarmaður, sem að spurði þá spjörunum úr.Ragnar Ísleifur Bragason og Saga Garðarsdóttir skemmtu áhorfendum yfir myndinni Nýtt líf.Jóhann Alfreð Kristinsson, viðburðastjóri yfir sérviðburðum á RIFF, segist lúinn eftir helgina en að allt hafi heppnast vel. Allt frá opnunarhófinu til grínbíós til sundbíós. „Hugmyndin um grínbíóið var sú að þetta yrði svona „leikhús meets bíó.“ Þetta er þekkt erlendis, það er að grínistar og skemmtikraftar taki sig til og gefi komment á myndir.“ Kveikjan að hugmyndinni um grínbíóið var sú að kvikmyndin Nýtt Líf á 30 ára afmæli á morgun. „Þetta var hugsað sem tribute til hennar,“ segir Jóhann. „Við einbeitum okkur rosalega mikið af erlendum myndum á hátíðinni, erum þó með íslenskan stuttmyndaflokk, en það hefur bara verið ein og ein íslensk mynd í fullri lengd,“ útskýrir Jóhann Alfreð. „Við viljum auðvitað rækta okkar kvikmyndasögu og þetta var leið til þess.“ Hann segist hafa verið afar sáttur með grínbíóið og að í skoðun sé að endurtaka það að ári, jafnvel með öðru sniði.Sundbíóið, sem haldið hefur verið undanfarin 5 ár, var með stærra sniði en vanalega. „Við sýndum kvikmyndina Airplane núna og fengum WOW air með okkur í lið,“ segir Jóhann Alfreð. „Þau unnu þetta með okkur. Voru með flugliða á svæðinu, það var security check þegar þú labbaðir inn í laugina, tilkynningar frá flugstjóra um að það væri komið að brottför og flugliðar færðu gestum veitingar á meðan á sýningu myndarinnar stóð. Við sköpuðum svona flugvélastemningu.“ Kvikmyndahátíðin er rétt tæplega hálfnuð og til stendur að halda stóra tónleika á föstudaginn í Gamla bíó. „Þá verður hljóðlausa myndin Days of Grey sýnd en Hjaltalín samdi tjónlist við hana. Á föstudaginn mun svo Hjaltalín flytja tónlistina live á meðan á myndinni stendur.“ Hann segir að ekki sé uppselt á myndina eins og er en að salan hafi farið vel af stað. „Við vonumst til að það verði fullt út úr dyrum.“ Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Bergur Ebbi Benediktsson, skemmtikraftur og kynningarfulltrúi RIFF, segir stemninguna hafa verið góða í Tjarnabíó á föstudaginn þegar viðburðurinn Grínbíó RIFF fór fram fyrir fullum sal af fólki. „Kvikmyndin Nýtt Líf var sýnd með skýringum,“ útskýrir Bergur Ebbi. „Sviðslistafólkið Saga Garðarsdóttir, Ragnar Ísleifur Bragason og Dóri DNA voru að greina myndina jafnóðum.“ Þráinn Bertelsson og Karl Ágúst Úlfsson sátu fyrir svörum áður en myndin var sýnd en það var Ásgrímur Sverrisson, kvikmyndagerðarmaður, sem að spurði þá spjörunum úr.Ragnar Ísleifur Bragason og Saga Garðarsdóttir skemmtu áhorfendum yfir myndinni Nýtt líf.Jóhann Alfreð Kristinsson, viðburðastjóri yfir sérviðburðum á RIFF, segist lúinn eftir helgina en að allt hafi heppnast vel. Allt frá opnunarhófinu til grínbíós til sundbíós. „Hugmyndin um grínbíóið var sú að þetta yrði svona „leikhús meets bíó.“ Þetta er þekkt erlendis, það er að grínistar og skemmtikraftar taki sig til og gefi komment á myndir.“ Kveikjan að hugmyndinni um grínbíóið var sú að kvikmyndin Nýtt Líf á 30 ára afmæli á morgun. „Þetta var hugsað sem tribute til hennar,“ segir Jóhann. „Við einbeitum okkur rosalega mikið af erlendum myndum á hátíðinni, erum þó með íslenskan stuttmyndaflokk, en það hefur bara verið ein og ein íslensk mynd í fullri lengd,“ útskýrir Jóhann Alfreð. „Við viljum auðvitað rækta okkar kvikmyndasögu og þetta var leið til þess.“ Hann segist hafa verið afar sáttur með grínbíóið og að í skoðun sé að endurtaka það að ári, jafnvel með öðru sniði.Sundbíóið, sem haldið hefur verið undanfarin 5 ár, var með stærra sniði en vanalega. „Við sýndum kvikmyndina Airplane núna og fengum WOW air með okkur í lið,“ segir Jóhann Alfreð. „Þau unnu þetta með okkur. Voru með flugliða á svæðinu, það var security check þegar þú labbaðir inn í laugina, tilkynningar frá flugstjóra um að það væri komið að brottför og flugliðar færðu gestum veitingar á meðan á sýningu myndarinnar stóð. Við sköpuðum svona flugvélastemningu.“ Kvikmyndahátíðin er rétt tæplega hálfnuð og til stendur að halda stóra tónleika á föstudaginn í Gamla bíó. „Þá verður hljóðlausa myndin Days of Grey sýnd en Hjaltalín samdi tjónlist við hana. Á föstudaginn mun svo Hjaltalín flytja tónlistina live á meðan á myndinni stendur.“ Hann segir að ekki sé uppselt á myndina eins og er en að salan hafi farið vel af stað. „Við vonumst til að það verði fullt út úr dyrum.“
Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira