Íslensk yfirvöld sökuð um daufar aðgerðir gagnvart hælisleitendum 25. janúar 2013 10:20 Ameríska-íslenska viðskiptaráðið (AMIS) sakar ríkisstjórnina um daufar aðgerðir við úrlausnir málefna hælisleitenda en þeir hafa undanfarin ár reynt nokkrum sinnum að smygla sér um borð í skip Eimskips í Sundahöfn sem halda uppi áætlunarsiglingum milli Íslands og Bandaríkjanna. Í tilkynningu frá AMIS er því haldið fram að nú sé svo komið að ásókn hælisleitanda í skip Eimskips skapi mikil vandræði því að bandaríska strandgæslan hóti að krefjast hækkunar vástigs í íslenskum höfnum með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn. Að öðrum kosti verði þarlendum höfnum lokað fyrir Ameríkuskipum félagsins ef ekkert verð gert til að stöðva þessa þróun. Um 60 fyrirtæki eru skráð í Ameríska-íslenska viðskiptaráðið sem var stofnað í maí á síðasta ári. Hægt er að lesa yfirlýsingu AMIS hér fyrir neðan: „Í kringum áramót 2009 og 2010 fór að bera á því að hælisleitendur hér á landi gerðu skipulagðar tilraunir til að komast um borð í skip Eimskips í Sundahöfn, sem halda uppi áætlunarsiglingum milli Íslands og N-Ameríku með það í huga að komast þar óleyfilega í land. Þrátt fyrir ítrekaða fundi skipafélagsins með yfirvöldum hérlendis um fyrirbyggjandi aðgerðir af hálfu stjórnvalda hefur nánast ekkert áunnist til að stöðva flóttatilraunir hælisleitenda. Þetta alvarlega vandmál hefur skapað mikil vandræði því að bandaríska strandgæslan hótar að krefjast hækkunar vástigs í íslenskum höfnum með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn. Að öðrum kosti verði þarlendum höfnum lokað fyrir Ameríkuskipum félagsins ef ekkert verð gert til að stöðva þessa öfugþróun sem nú ógnar siglingum til Bandaríkjanna. Eimskip hefur komið upp öflugum og dýrum eftirlitsbúnaði við Sundahöfn og ráðið sérstaka öryggisverði er skilað hefur tilætluðum árangri til þessa. Áfram reyna hælisleitendur að laumast um borð í skipin hér og aldrei að vita hvenær þeim tekst ætlunarverk sitt með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Rót vandans virðist liggja í daufum aðgerðum íslenskra stjórnvalda við úrlausn málefna hælisleitenda sem koma hingað til lands í auknu mæli. Sumir þeirra ætla sér hvað sem það kostar að komast áfram til Bandaríkjanna eða Kanada með öllum tiltækum ráðum. Stjórn AMIS, Ameríska-íslenska verslunarráðsins, hvetur íslensk stjórnvöld að grípa þegar í stað til raunhæfra aðgerða til að stöðva þessa óheillaþróun áður en bandarísk stjórnvöld stöðva vöruflutningaskipin. Slíkt myndi hafa ófyrirsjánlegar afleiðingar og valda verulegu tekjutjóni fyrir íslenska inn- og útflytjendur og í raun þjóðina alla. Aðgerðir í þessu máli þola enga bið." Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Ameríska-íslenska viðskiptaráðið (AMIS) sakar ríkisstjórnina um daufar aðgerðir við úrlausnir málefna hælisleitenda en þeir hafa undanfarin ár reynt nokkrum sinnum að smygla sér um borð í skip Eimskips í Sundahöfn sem halda uppi áætlunarsiglingum milli Íslands og Bandaríkjanna. Í tilkynningu frá AMIS er því haldið fram að nú sé svo komið að ásókn hælisleitanda í skip Eimskips skapi mikil vandræði því að bandaríska strandgæslan hóti að krefjast hækkunar vástigs í íslenskum höfnum með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn. Að öðrum kosti verði þarlendum höfnum lokað fyrir Ameríkuskipum félagsins ef ekkert verð gert til að stöðva þessa þróun. Um 60 fyrirtæki eru skráð í Ameríska-íslenska viðskiptaráðið sem var stofnað í maí á síðasta ári. Hægt er að lesa yfirlýsingu AMIS hér fyrir neðan: „Í kringum áramót 2009 og 2010 fór að bera á því að hælisleitendur hér á landi gerðu skipulagðar tilraunir til að komast um borð í skip Eimskips í Sundahöfn, sem halda uppi áætlunarsiglingum milli Íslands og N-Ameríku með það í huga að komast þar óleyfilega í land. Þrátt fyrir ítrekaða fundi skipafélagsins með yfirvöldum hérlendis um fyrirbyggjandi aðgerðir af hálfu stjórnvalda hefur nánast ekkert áunnist til að stöðva flóttatilraunir hælisleitenda. Þetta alvarlega vandmál hefur skapað mikil vandræði því að bandaríska strandgæslan hótar að krefjast hækkunar vástigs í íslenskum höfnum með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn. Að öðrum kosti verði þarlendum höfnum lokað fyrir Ameríkuskipum félagsins ef ekkert verð gert til að stöðva þessa öfugþróun sem nú ógnar siglingum til Bandaríkjanna. Eimskip hefur komið upp öflugum og dýrum eftirlitsbúnaði við Sundahöfn og ráðið sérstaka öryggisverði er skilað hefur tilætluðum árangri til þessa. Áfram reyna hælisleitendur að laumast um borð í skipin hér og aldrei að vita hvenær þeim tekst ætlunarverk sitt með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Rót vandans virðist liggja í daufum aðgerðum íslenskra stjórnvalda við úrlausn málefna hælisleitenda sem koma hingað til lands í auknu mæli. Sumir þeirra ætla sér hvað sem það kostar að komast áfram til Bandaríkjanna eða Kanada með öllum tiltækum ráðum. Stjórn AMIS, Ameríska-íslenska verslunarráðsins, hvetur íslensk stjórnvöld að grípa þegar í stað til raunhæfra aðgerða til að stöðva þessa óheillaþróun áður en bandarísk stjórnvöld stöðva vöruflutningaskipin. Slíkt myndi hafa ófyrirsjánlegar afleiðingar og valda verulegu tekjutjóni fyrir íslenska inn- og útflytjendur og í raun þjóðina alla. Aðgerðir í þessu máli þola enga bið."
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira