Innlent

Kanna jarðsig í götu á Selfossi

Starfsmenn Árborgar munu strax í birtingu kanna nánar jarðsig í götu í austurhluta Selfoss.

Undir kvöld í gær ók kona þar óvart ofan í holu, en brúnir holunnar voru svo skarpar að það sprakk á báðum dekkjum vinstra megin undir bílnum.

Þegar farið var að kanna þetta nánar kom í ljós að töluvert holrúm er þarna undir malbikinu og girti lögreglan svæðið af til öryggis.

Engin skýring er enn fundin á þessu jarðsigi, en þær hugmyndir eru ræddar að rekja megi þetta til síðustu jarðhræringa á svæðinu, fyrir þó nokkrum árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×