Innlent

Flokksráðsfundur VG um helgina

HMP skrifar
Katrín Jakobsdóttir mun flytja ræðu á fundinum. Mynd/ Stefán.
Katrín Jakobsdóttir mun flytja ræðu á fundinum. Mynd/ Stefán.
Flokksráðsfundur Vinstri grænna er haldinn á Grand hótel um helgina og hefst seinnipartinn með ræðu Katrínar Jakobsdóttur varaformanns en um klukkan hálf sex heldur Steingrímur J. Sigfússon ræðu. Þar mun hann fara yfir stjórnmálin á kosningavetri en búast má við heitum fundi eftir þær miklu hræringar sem verið hafa í flokknum og stjórnarsamstarfinu að undanförnu. Nú síðast sagði Jón Bjarnason fyrrverandi ráðherra sig úr þingflokki VG og hafa þá fjórir þingmenn yfirgefið þingflokkinn á kjörtímabilinu. Almennar stjórnmálaumræður verða á fundinum klukkan átta í kvöld og má reikna með að órólega deild flokksins láti heyra í sér í þeim umræðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×