Færeyskar útgerðir færa sig í olíuiðnað Kristján Már Unnarsson skrifar 9. apríl 2013 19:00 Færeyskir útgerðarmenn, sem áður réru til fiskjar, hafa í auknum mæli snúið sér að olíuútgerð og gera nú út nærri tuttugu sérhæfð skip fyrir olíuiðnað. Olíuútrás Færeyinga skilar nú átta til ellefu prósentum af þjóðartekjum eyjanna, samkvæmt tölum Hagstofu Færeyja. Jan Müller ritstýrir fréttavefmiðli færeyska olíugeirans og hann segir okkur að þótt engin vinnanleg olía hafi ennþá fundist í lögsögu Færeyja starfi samt milli þúsund og fimmtán hundruð Færeyingar við olíuiðnaðinn, margir þeirra erlendis. „Til dæmis eru 250 færeyskir rafvirkjar leigðir út til að vinna í norska olíuiðnaðinum. Þeir eru í Noregi í 2 vikur, heima í 3 vikur, þannig að þeir geta búið heima í Færeyjum hjá fjölskyldunni, en sótt vinnu til Noregs og þénað góðar tekjur," segir Jan Müller, sem jafnframt er framkvæmdastjóri samtaka þeirra fyrirtækja sem eru handhafar leitarleyfa á landgrunni Færeyja. Tvö færeysk félög stunda olíuleit. Annað þeirra, Faroe Petroleum, er í fararbroddi þeirra fyrirtækja sem eru að hefja leit á íslenska Drekasvæðinu. „Og hyggst bora brunn í lögsögu Íslands, eftir kannski 5-10 ár. Því erum við stoltir af og við viljum deila þekkingu okkar og reynslu með Íslendingum, sem við erum búnir að afla okkur á 20 árum," segir Jan Müller. Færeyingar eru komnir með þjónustumiðstöð fyrir borpalla í Rúnavík en um þrjátíu færeysk fyrirtæki hafa haslað sér völl í margskyns þjónustu við olíuiðnað. Sem dæmi má nefna Atlantic Airways með þyrlur, og útgerðarfélög, sem áður gerðu út fiskiskip, hafa ýmist að hluta eða öllu leyti farið í útgerð olíuþjónustuskipa. Þannig er Thor Offshore með fjórtán slík skip, Skansi Offshore með fjögur skip og Krúnborg Offshore er með stórt skip í smíðum. „Nú skipta þau yfir í olíuiðnað á sjó og starfa á öllum heimsins höfum. Þar starfa Færeyingar. Það skilar góðum tekjum til Færeyinga, það skilar þekkingu. Við vonumst til að aflandsvinnan í olíu geti skilað Færeyingum miklu í framtíðinni, ekki síst þegar rætt er um Grænland, Norðurslóðir og einnig leit við Ísland, þar vonumst við til að geta orðið þátttakendur í þjónustu við olíuleit," segir Jan Müller. Tengdar fréttir Færeyingar fá nýja flugstöð Færeyingar sækja nú hratt fram í flugmálum. Þeir eru að fá þrjár nýjar þotur, reisa nýja flugstöð, eru nýbúnir að stækka flugvöllinn og sjá fram á vaxandi þyrluflug til olíuborpalla. Fyrsta Airbus-þota Atlantic Airways er að koma inn til lendingar á einu flugbraut Færeyja en lenging hennar úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra í fyrra var forsenda þess að færeyska flugfélagið réðst í kaup á þremur slíkum þotum. 3. apríl 2013 18:54 Færeyingar tilbúnir að sjá um Drekann Færeyingar bjóða olíubæinn Rúnavík fram sem þjónustuhöfn fyrir olíuleit á Drekasvæðinu. 8. apríl 2013 18:57 Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Færeyskir útgerðarmenn, sem áður réru til fiskjar, hafa í auknum mæli snúið sér að olíuútgerð og gera nú út nærri tuttugu sérhæfð skip fyrir olíuiðnað. Olíuútrás Færeyinga skilar nú átta til ellefu prósentum af þjóðartekjum eyjanna, samkvæmt tölum Hagstofu Færeyja. Jan Müller ritstýrir fréttavefmiðli færeyska olíugeirans og hann segir okkur að þótt engin vinnanleg olía hafi ennþá fundist í lögsögu Færeyja starfi samt milli þúsund og fimmtán hundruð Færeyingar við olíuiðnaðinn, margir þeirra erlendis. „Til dæmis eru 250 færeyskir rafvirkjar leigðir út til að vinna í norska olíuiðnaðinum. Þeir eru í Noregi í 2 vikur, heima í 3 vikur, þannig að þeir geta búið heima í Færeyjum hjá fjölskyldunni, en sótt vinnu til Noregs og þénað góðar tekjur," segir Jan Müller, sem jafnframt er framkvæmdastjóri samtaka þeirra fyrirtækja sem eru handhafar leitarleyfa á landgrunni Færeyja. Tvö færeysk félög stunda olíuleit. Annað þeirra, Faroe Petroleum, er í fararbroddi þeirra fyrirtækja sem eru að hefja leit á íslenska Drekasvæðinu. „Og hyggst bora brunn í lögsögu Íslands, eftir kannski 5-10 ár. Því erum við stoltir af og við viljum deila þekkingu okkar og reynslu með Íslendingum, sem við erum búnir að afla okkur á 20 árum," segir Jan Müller. Færeyingar eru komnir með þjónustumiðstöð fyrir borpalla í Rúnavík en um þrjátíu færeysk fyrirtæki hafa haslað sér völl í margskyns þjónustu við olíuiðnað. Sem dæmi má nefna Atlantic Airways með þyrlur, og útgerðarfélög, sem áður gerðu út fiskiskip, hafa ýmist að hluta eða öllu leyti farið í útgerð olíuþjónustuskipa. Þannig er Thor Offshore með fjórtán slík skip, Skansi Offshore með fjögur skip og Krúnborg Offshore er með stórt skip í smíðum. „Nú skipta þau yfir í olíuiðnað á sjó og starfa á öllum heimsins höfum. Þar starfa Færeyingar. Það skilar góðum tekjum til Færeyinga, það skilar þekkingu. Við vonumst til að aflandsvinnan í olíu geti skilað Færeyingum miklu í framtíðinni, ekki síst þegar rætt er um Grænland, Norðurslóðir og einnig leit við Ísland, þar vonumst við til að geta orðið þátttakendur í þjónustu við olíuleit," segir Jan Müller.
Tengdar fréttir Færeyingar fá nýja flugstöð Færeyingar sækja nú hratt fram í flugmálum. Þeir eru að fá þrjár nýjar þotur, reisa nýja flugstöð, eru nýbúnir að stækka flugvöllinn og sjá fram á vaxandi þyrluflug til olíuborpalla. Fyrsta Airbus-þota Atlantic Airways er að koma inn til lendingar á einu flugbraut Færeyja en lenging hennar úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra í fyrra var forsenda þess að færeyska flugfélagið réðst í kaup á þremur slíkum þotum. 3. apríl 2013 18:54 Færeyingar tilbúnir að sjá um Drekann Færeyingar bjóða olíubæinn Rúnavík fram sem þjónustuhöfn fyrir olíuleit á Drekasvæðinu. 8. apríl 2013 18:57 Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Færeyingar fá nýja flugstöð Færeyingar sækja nú hratt fram í flugmálum. Þeir eru að fá þrjár nýjar þotur, reisa nýja flugstöð, eru nýbúnir að stækka flugvöllinn og sjá fram á vaxandi þyrluflug til olíuborpalla. Fyrsta Airbus-þota Atlantic Airways er að koma inn til lendingar á einu flugbraut Færeyja en lenging hennar úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra í fyrra var forsenda þess að færeyska flugfélagið réðst í kaup á þremur slíkum þotum. 3. apríl 2013 18:54
Færeyingar tilbúnir að sjá um Drekann Færeyingar bjóða olíubæinn Rúnavík fram sem þjónustuhöfn fyrir olíuleit á Drekasvæðinu. 8. apríl 2013 18:57
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent