Færeyingar tilbúnir að sjá um Drekann Kristján Már Unnarsson skrifar 8. apríl 2013 18:57 Færeyingar bjóða olíubæinn Rúnavík fram sem þjónustuhöfn fyrir olíuleit á Drekasvæðinu. Þeir hafa reynsluna og segja Íslendinga geta sparað sér að byggja upp þjónustumiðstöð á Íslandi. Allt frá því boranir hófust í Færeyjum árið 2001 hefur Rúnavík við Skálafjörð verið þjónustuhöfnin og sinnt öllum átta pöllunum sem til þessa hafa borað í lögsögu Færeyja. Stór síló fyrir sement og önnur efni fyrir borholur er það sem helst minnir á að Rúnavík er borpallaþjónustuhöfn Færeyja en lítið er um að vera þessa dagana meðan engar boranir eru í gangi. Fyrirtækið Atlantic Supply Base annast þjónustuna en það er einnig með geymslusvæði fyrir borstangir og vöruhús. Um klukkustundar akstur er frá Þórshöfn til Rúnavíkur. Þegar borun stendur yfir starfa hér um fimmtán manns og sérbúin skip eru í stöðugum siglingum milli lands og borpalls. Framkvæmdastjórinn Eli Lassen vill taka að sér nýtt verkefni, Drekasvæði Íslendinga. „Rúnavík er meira en tilbúin að bjóða sig fram, til að hjálpa Íslendingum að hefja olíuvinnuna. Við erum í því sambandi búnir að ræða þetta við nokkra Íslendinga," segir Eli Lassen. Hann hvetur Íslendinga til að íhuga hvort betra væri að nýta þjónustumiðstöðina í Færeyjum, - nálægð eyjanna geri þeim vel mögulegt að sinna Drekasvæðinu, - fremur en að byggja upp aðstöðu á Íslandi. „Í stað þess að byggja þjónustumiðstöð fyrir 10-15 milljónir danskra króna. Fyrir eina borholu. Svo er næst borað eftir 10 ár. Þú getur ekki nýtt aðstöðuna í neitt annað en olíuvinnuna," segir framkvæmdastjóri Atlantic Supply Base og segir nærtækara að flytja Íslendinga til Færeyja til að sinna þjónustu við Drekasvæðið frá Rúnavík. „Hér eru fín aðstaða." Bensín og olía Færeyjar Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira
Færeyingar bjóða olíubæinn Rúnavík fram sem þjónustuhöfn fyrir olíuleit á Drekasvæðinu. Þeir hafa reynsluna og segja Íslendinga geta sparað sér að byggja upp þjónustumiðstöð á Íslandi. Allt frá því boranir hófust í Færeyjum árið 2001 hefur Rúnavík við Skálafjörð verið þjónustuhöfnin og sinnt öllum átta pöllunum sem til þessa hafa borað í lögsögu Færeyja. Stór síló fyrir sement og önnur efni fyrir borholur er það sem helst minnir á að Rúnavík er borpallaþjónustuhöfn Færeyja en lítið er um að vera þessa dagana meðan engar boranir eru í gangi. Fyrirtækið Atlantic Supply Base annast þjónustuna en það er einnig með geymslusvæði fyrir borstangir og vöruhús. Um klukkustundar akstur er frá Þórshöfn til Rúnavíkur. Þegar borun stendur yfir starfa hér um fimmtán manns og sérbúin skip eru í stöðugum siglingum milli lands og borpalls. Framkvæmdastjórinn Eli Lassen vill taka að sér nýtt verkefni, Drekasvæði Íslendinga. „Rúnavík er meira en tilbúin að bjóða sig fram, til að hjálpa Íslendingum að hefja olíuvinnuna. Við erum í því sambandi búnir að ræða þetta við nokkra Íslendinga," segir Eli Lassen. Hann hvetur Íslendinga til að íhuga hvort betra væri að nýta þjónustumiðstöðina í Færeyjum, - nálægð eyjanna geri þeim vel mögulegt að sinna Drekasvæðinu, - fremur en að byggja upp aðstöðu á Íslandi. „Í stað þess að byggja þjónustumiðstöð fyrir 10-15 milljónir danskra króna. Fyrir eina borholu. Svo er næst borað eftir 10 ár. Þú getur ekki nýtt aðstöðuna í neitt annað en olíuvinnuna," segir framkvæmdastjóri Atlantic Supply Base og segir nærtækara að flytja Íslendinga til Færeyja til að sinna þjónustu við Drekasvæðið frá Rúnavík. „Hér eru fín aðstaða."
Bensín og olía Færeyjar Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira