Fótbolti

Anzhi keypti Willian á sex milljarða

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Willian fagnar marki í leik með Shakhtar.
Willian fagnar marki í leik með Shakhtar. Nordic Photos / Getty Images
Brasilíumaðurinn Willian er genginn til liðs við rússneska liðið Anzhi Makhachkala sem greiddi 35 milljónir evra, 6 milljarða króna, fyrir kappann.

Félagið staðfesti komu Brasilíumannsins á heimasíðu sinni en Willian hefur verið á mála hjá Shakhtar Donetsk í Úkraínu. Hann gerði tæplega fimm ára samning við Anzhi.

Þjálfari Anzhi er Hollendingurinn Guus Hiddink en liðið er sem stendur í öðru sæti rússnesku deildarinnar með 41 stig eftir nítján leiki.

Forráðamenn Shakhtar höfðu reyndar ekki áhuga á að selja kappann en félaginu var samkvæmt samningi Willian skylt að samþykkja öll tilboð upp á minnst 35 milljónir evra.

Anzhi er nú á Spáni í æfingabúðum en rússneska deildin er í vetrarfríi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×