Risakóngulær héldu fyrir mönnunum vöku Gunnar Leó Pálsson skrifar 30. desember 2013 13:00 Þetta er líklega í fyrsta sinn sem Fréttablaðið er lesið af fjórum feðgum í Machu Picchu í Perú „Þetta var ofboðslegt ævintýri, bæði margt að sjá og upplifa,“ segir Rúnar Gunnarsson, einn af ferðalöngum sem fóru í viðamikið ferðalag um Perú í haust. Ásamt honum fóru bræður hans, Gestur Gunnarsson og Arnar Gunnarsson, ásamt föður þeirra Gunnari Vilmundarsyni, sem varð sextugur skömmu áður en þeir héldu af stað. Þá var frændi þeirra, Einar Rúnar Magnússon, einnig með í för. Ferðin var einmitt farin í tilefni sextugsafmælis Gunnars. Þeir ferðuðust um 2.800 kílómetra á mótorhjólum. „Við fórum alveg 4.980 metra yfir sjávarmál í Colca Canyon í Andesfjöllunum, þar var sérstakt andrúmsloft.“ Þegar þeir voru á leið þaðan að ströndinni og búnir að aka í um sjö klukkustundir varð Rúnar fyrir bíl. „Ég flaug yfir húdd á bíl sem kom úr gagnstæðri átt en slapp mjög vel. Það sem bjargaði því var að við vorum báðir á lítilli ferð.“Hér sjáum við krókódíl á svamli í Amasonfljóti. Þeir félagar lentu í alls kyns ævintýrum fyrir utan það að fara yfir Andesfjöllin því þeir fóru meðal annars til Machu Picchu, sem er fornt Inkaþorp, og um Amazon-skóginn. „Við gistum eina nótt í Amasonskóginum og það var vægast sagt mjög sérstakt.“ Þeir gistu í einföldum og efnislitlum kofum en eins flestir vita er ýmsar skaðræðisskepnur að finna í skóginum. „Áður en ég fór að sofa gerði ég þau mistök að lyfta dýnunni í rúminu og sá þar risakónguló. Við vorum þrír í því að koma kóngulónni út en þá biðu aðrar þrjár kóngulær í næsta rúmi,“ útskýrir Rúnar, sem bætir við að lítið hafi verið um svefn þessa nótt. Flestir sváfu í fötunum þrátt fyrir mikinn hita. Einnig urðu á vegi þeirra ýmsir snákar, eitraðir maurar og apar, en þó ekki eitraðir apar. „Við sigldum um Amasonfljótið, þar sáum við slatta af krókódílum, það var svolítið sérstakt og við sigldum meira að segja á einn þeirra,“ útskýrir Rúnar.Gestur Gunnarsson, Einar Rúnar Magnússon, Arnar Gunnarsson, Rúnar Gunnarsson og Gunnar Vilmundarson eru hér í skóginum fræga. Það tók um það bil hálft ár að skipuleggja ferðlagið. „Það er hellingur sem þarf að plana og skipuleggja því við gerðum þetta allt sjálfir en ekki í gegnum einhverja ferðaskrifstofu.“ Ferðalangarnir hyggja á aðra ævintýraferð. „Okkur langar næst að fara um Mongólíu á hestum. Það er ekki búið að negla dagsetningu en það er þó á planinu,“ bætir Rúnar við og mælir með slíkum ævintýraferðum.Gestur Gunnarsson við Colca Canyon sem er annað dýpsta gljúfur í heiminum. Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Fleiri fréttir Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Sjá meira
„Þetta var ofboðslegt ævintýri, bæði margt að sjá og upplifa,“ segir Rúnar Gunnarsson, einn af ferðalöngum sem fóru í viðamikið ferðalag um Perú í haust. Ásamt honum fóru bræður hans, Gestur Gunnarsson og Arnar Gunnarsson, ásamt föður þeirra Gunnari Vilmundarsyni, sem varð sextugur skömmu áður en þeir héldu af stað. Þá var frændi þeirra, Einar Rúnar Magnússon, einnig með í för. Ferðin var einmitt farin í tilefni sextugsafmælis Gunnars. Þeir ferðuðust um 2.800 kílómetra á mótorhjólum. „Við fórum alveg 4.980 metra yfir sjávarmál í Colca Canyon í Andesfjöllunum, þar var sérstakt andrúmsloft.“ Þegar þeir voru á leið þaðan að ströndinni og búnir að aka í um sjö klukkustundir varð Rúnar fyrir bíl. „Ég flaug yfir húdd á bíl sem kom úr gagnstæðri átt en slapp mjög vel. Það sem bjargaði því var að við vorum báðir á lítilli ferð.“Hér sjáum við krókódíl á svamli í Amasonfljóti. Þeir félagar lentu í alls kyns ævintýrum fyrir utan það að fara yfir Andesfjöllin því þeir fóru meðal annars til Machu Picchu, sem er fornt Inkaþorp, og um Amazon-skóginn. „Við gistum eina nótt í Amasonskóginum og það var vægast sagt mjög sérstakt.“ Þeir gistu í einföldum og efnislitlum kofum en eins flestir vita er ýmsar skaðræðisskepnur að finna í skóginum. „Áður en ég fór að sofa gerði ég þau mistök að lyfta dýnunni í rúminu og sá þar risakónguló. Við vorum þrír í því að koma kóngulónni út en þá biðu aðrar þrjár kóngulær í næsta rúmi,“ útskýrir Rúnar, sem bætir við að lítið hafi verið um svefn þessa nótt. Flestir sváfu í fötunum þrátt fyrir mikinn hita. Einnig urðu á vegi þeirra ýmsir snákar, eitraðir maurar og apar, en þó ekki eitraðir apar. „Við sigldum um Amasonfljótið, þar sáum við slatta af krókódílum, það var svolítið sérstakt og við sigldum meira að segja á einn þeirra,“ útskýrir Rúnar.Gestur Gunnarsson, Einar Rúnar Magnússon, Arnar Gunnarsson, Rúnar Gunnarsson og Gunnar Vilmundarson eru hér í skóginum fræga. Það tók um það bil hálft ár að skipuleggja ferðlagið. „Það er hellingur sem þarf að plana og skipuleggja því við gerðum þetta allt sjálfir en ekki í gegnum einhverja ferðaskrifstofu.“ Ferðalangarnir hyggja á aðra ævintýraferð. „Okkur langar næst að fara um Mongólíu á hestum. Það er ekki búið að negla dagsetningu en það er þó á planinu,“ bætir Rúnar við og mælir með slíkum ævintýraferðum.Gestur Gunnarsson við Colca Canyon sem er annað dýpsta gljúfur í heiminum.
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Fleiri fréttir Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Sjá meira