Risakóngulær héldu fyrir mönnunum vöku Gunnar Leó Pálsson skrifar 30. desember 2013 13:00 Þetta er líklega í fyrsta sinn sem Fréttablaðið er lesið af fjórum feðgum í Machu Picchu í Perú „Þetta var ofboðslegt ævintýri, bæði margt að sjá og upplifa,“ segir Rúnar Gunnarsson, einn af ferðalöngum sem fóru í viðamikið ferðalag um Perú í haust. Ásamt honum fóru bræður hans, Gestur Gunnarsson og Arnar Gunnarsson, ásamt föður þeirra Gunnari Vilmundarsyni, sem varð sextugur skömmu áður en þeir héldu af stað. Þá var frændi þeirra, Einar Rúnar Magnússon, einnig með í för. Ferðin var einmitt farin í tilefni sextugsafmælis Gunnars. Þeir ferðuðust um 2.800 kílómetra á mótorhjólum. „Við fórum alveg 4.980 metra yfir sjávarmál í Colca Canyon í Andesfjöllunum, þar var sérstakt andrúmsloft.“ Þegar þeir voru á leið þaðan að ströndinni og búnir að aka í um sjö klukkustundir varð Rúnar fyrir bíl. „Ég flaug yfir húdd á bíl sem kom úr gagnstæðri átt en slapp mjög vel. Það sem bjargaði því var að við vorum báðir á lítilli ferð.“Hér sjáum við krókódíl á svamli í Amasonfljóti. Þeir félagar lentu í alls kyns ævintýrum fyrir utan það að fara yfir Andesfjöllin því þeir fóru meðal annars til Machu Picchu, sem er fornt Inkaþorp, og um Amazon-skóginn. „Við gistum eina nótt í Amasonskóginum og það var vægast sagt mjög sérstakt.“ Þeir gistu í einföldum og efnislitlum kofum en eins flestir vita er ýmsar skaðræðisskepnur að finna í skóginum. „Áður en ég fór að sofa gerði ég þau mistök að lyfta dýnunni í rúminu og sá þar risakónguló. Við vorum þrír í því að koma kóngulónni út en þá biðu aðrar þrjár kóngulær í næsta rúmi,“ útskýrir Rúnar, sem bætir við að lítið hafi verið um svefn þessa nótt. Flestir sváfu í fötunum þrátt fyrir mikinn hita. Einnig urðu á vegi þeirra ýmsir snákar, eitraðir maurar og apar, en þó ekki eitraðir apar. „Við sigldum um Amasonfljótið, þar sáum við slatta af krókódílum, það var svolítið sérstakt og við sigldum meira að segja á einn þeirra,“ útskýrir Rúnar.Gestur Gunnarsson, Einar Rúnar Magnússon, Arnar Gunnarsson, Rúnar Gunnarsson og Gunnar Vilmundarson eru hér í skóginum fræga. Það tók um það bil hálft ár að skipuleggja ferðlagið. „Það er hellingur sem þarf að plana og skipuleggja því við gerðum þetta allt sjálfir en ekki í gegnum einhverja ferðaskrifstofu.“ Ferðalangarnir hyggja á aðra ævintýraferð. „Okkur langar næst að fara um Mongólíu á hestum. Það er ekki búið að negla dagsetningu en það er þó á planinu,“ bætir Rúnar við og mælir með slíkum ævintýraferðum.Gestur Gunnarsson við Colca Canyon sem er annað dýpsta gljúfur í heiminum. Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Sjá meira
„Þetta var ofboðslegt ævintýri, bæði margt að sjá og upplifa,“ segir Rúnar Gunnarsson, einn af ferðalöngum sem fóru í viðamikið ferðalag um Perú í haust. Ásamt honum fóru bræður hans, Gestur Gunnarsson og Arnar Gunnarsson, ásamt föður þeirra Gunnari Vilmundarsyni, sem varð sextugur skömmu áður en þeir héldu af stað. Þá var frændi þeirra, Einar Rúnar Magnússon, einnig með í för. Ferðin var einmitt farin í tilefni sextugsafmælis Gunnars. Þeir ferðuðust um 2.800 kílómetra á mótorhjólum. „Við fórum alveg 4.980 metra yfir sjávarmál í Colca Canyon í Andesfjöllunum, þar var sérstakt andrúmsloft.“ Þegar þeir voru á leið þaðan að ströndinni og búnir að aka í um sjö klukkustundir varð Rúnar fyrir bíl. „Ég flaug yfir húdd á bíl sem kom úr gagnstæðri átt en slapp mjög vel. Það sem bjargaði því var að við vorum báðir á lítilli ferð.“Hér sjáum við krókódíl á svamli í Amasonfljóti. Þeir félagar lentu í alls kyns ævintýrum fyrir utan það að fara yfir Andesfjöllin því þeir fóru meðal annars til Machu Picchu, sem er fornt Inkaþorp, og um Amazon-skóginn. „Við gistum eina nótt í Amasonskóginum og það var vægast sagt mjög sérstakt.“ Þeir gistu í einföldum og efnislitlum kofum en eins flestir vita er ýmsar skaðræðisskepnur að finna í skóginum. „Áður en ég fór að sofa gerði ég þau mistök að lyfta dýnunni í rúminu og sá þar risakónguló. Við vorum þrír í því að koma kóngulónni út en þá biðu aðrar þrjár kóngulær í næsta rúmi,“ útskýrir Rúnar, sem bætir við að lítið hafi verið um svefn þessa nótt. Flestir sváfu í fötunum þrátt fyrir mikinn hita. Einnig urðu á vegi þeirra ýmsir snákar, eitraðir maurar og apar, en þó ekki eitraðir apar. „Við sigldum um Amasonfljótið, þar sáum við slatta af krókódílum, það var svolítið sérstakt og við sigldum meira að segja á einn þeirra,“ útskýrir Rúnar.Gestur Gunnarsson, Einar Rúnar Magnússon, Arnar Gunnarsson, Rúnar Gunnarsson og Gunnar Vilmundarson eru hér í skóginum fræga. Það tók um það bil hálft ár að skipuleggja ferðlagið. „Það er hellingur sem þarf að plana og skipuleggja því við gerðum þetta allt sjálfir en ekki í gegnum einhverja ferðaskrifstofu.“ Ferðalangarnir hyggja á aðra ævintýraferð. „Okkur langar næst að fara um Mongólíu á hestum. Það er ekki búið að negla dagsetningu en það er þó á planinu,“ bætir Rúnar við og mælir með slíkum ævintýraferðum.Gestur Gunnarsson við Colca Canyon sem er annað dýpsta gljúfur í heiminum.
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Sjá meira