Risakóngulær héldu fyrir mönnunum vöku Gunnar Leó Pálsson skrifar 30. desember 2013 13:00 Þetta er líklega í fyrsta sinn sem Fréttablaðið er lesið af fjórum feðgum í Machu Picchu í Perú „Þetta var ofboðslegt ævintýri, bæði margt að sjá og upplifa,“ segir Rúnar Gunnarsson, einn af ferðalöngum sem fóru í viðamikið ferðalag um Perú í haust. Ásamt honum fóru bræður hans, Gestur Gunnarsson og Arnar Gunnarsson, ásamt föður þeirra Gunnari Vilmundarsyni, sem varð sextugur skömmu áður en þeir héldu af stað. Þá var frændi þeirra, Einar Rúnar Magnússon, einnig með í för. Ferðin var einmitt farin í tilefni sextugsafmælis Gunnars. Þeir ferðuðust um 2.800 kílómetra á mótorhjólum. „Við fórum alveg 4.980 metra yfir sjávarmál í Colca Canyon í Andesfjöllunum, þar var sérstakt andrúmsloft.“ Þegar þeir voru á leið þaðan að ströndinni og búnir að aka í um sjö klukkustundir varð Rúnar fyrir bíl. „Ég flaug yfir húdd á bíl sem kom úr gagnstæðri átt en slapp mjög vel. Það sem bjargaði því var að við vorum báðir á lítilli ferð.“Hér sjáum við krókódíl á svamli í Amasonfljóti. Þeir félagar lentu í alls kyns ævintýrum fyrir utan það að fara yfir Andesfjöllin því þeir fóru meðal annars til Machu Picchu, sem er fornt Inkaþorp, og um Amazon-skóginn. „Við gistum eina nótt í Amasonskóginum og það var vægast sagt mjög sérstakt.“ Þeir gistu í einföldum og efnislitlum kofum en eins flestir vita er ýmsar skaðræðisskepnur að finna í skóginum. „Áður en ég fór að sofa gerði ég þau mistök að lyfta dýnunni í rúminu og sá þar risakónguló. Við vorum þrír í því að koma kóngulónni út en þá biðu aðrar þrjár kóngulær í næsta rúmi,“ útskýrir Rúnar, sem bætir við að lítið hafi verið um svefn þessa nótt. Flestir sváfu í fötunum þrátt fyrir mikinn hita. Einnig urðu á vegi þeirra ýmsir snákar, eitraðir maurar og apar, en þó ekki eitraðir apar. „Við sigldum um Amasonfljótið, þar sáum við slatta af krókódílum, það var svolítið sérstakt og við sigldum meira að segja á einn þeirra,“ útskýrir Rúnar.Gestur Gunnarsson, Einar Rúnar Magnússon, Arnar Gunnarsson, Rúnar Gunnarsson og Gunnar Vilmundarson eru hér í skóginum fræga. Það tók um það bil hálft ár að skipuleggja ferðlagið. „Það er hellingur sem þarf að plana og skipuleggja því við gerðum þetta allt sjálfir en ekki í gegnum einhverja ferðaskrifstofu.“ Ferðalangarnir hyggja á aðra ævintýraferð. „Okkur langar næst að fara um Mongólíu á hestum. Það er ekki búið að negla dagsetningu en það er þó á planinu,“ bætir Rúnar við og mælir með slíkum ævintýraferðum.Gestur Gunnarsson við Colca Canyon sem er annað dýpsta gljúfur í heiminum. Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
„Þetta var ofboðslegt ævintýri, bæði margt að sjá og upplifa,“ segir Rúnar Gunnarsson, einn af ferðalöngum sem fóru í viðamikið ferðalag um Perú í haust. Ásamt honum fóru bræður hans, Gestur Gunnarsson og Arnar Gunnarsson, ásamt föður þeirra Gunnari Vilmundarsyni, sem varð sextugur skömmu áður en þeir héldu af stað. Þá var frændi þeirra, Einar Rúnar Magnússon, einnig með í för. Ferðin var einmitt farin í tilefni sextugsafmælis Gunnars. Þeir ferðuðust um 2.800 kílómetra á mótorhjólum. „Við fórum alveg 4.980 metra yfir sjávarmál í Colca Canyon í Andesfjöllunum, þar var sérstakt andrúmsloft.“ Þegar þeir voru á leið þaðan að ströndinni og búnir að aka í um sjö klukkustundir varð Rúnar fyrir bíl. „Ég flaug yfir húdd á bíl sem kom úr gagnstæðri átt en slapp mjög vel. Það sem bjargaði því var að við vorum báðir á lítilli ferð.“Hér sjáum við krókódíl á svamli í Amasonfljóti. Þeir félagar lentu í alls kyns ævintýrum fyrir utan það að fara yfir Andesfjöllin því þeir fóru meðal annars til Machu Picchu, sem er fornt Inkaþorp, og um Amazon-skóginn. „Við gistum eina nótt í Amasonskóginum og það var vægast sagt mjög sérstakt.“ Þeir gistu í einföldum og efnislitlum kofum en eins flestir vita er ýmsar skaðræðisskepnur að finna í skóginum. „Áður en ég fór að sofa gerði ég þau mistök að lyfta dýnunni í rúminu og sá þar risakónguló. Við vorum þrír í því að koma kóngulónni út en þá biðu aðrar þrjár kóngulær í næsta rúmi,“ útskýrir Rúnar, sem bætir við að lítið hafi verið um svefn þessa nótt. Flestir sváfu í fötunum þrátt fyrir mikinn hita. Einnig urðu á vegi þeirra ýmsir snákar, eitraðir maurar og apar, en þó ekki eitraðir apar. „Við sigldum um Amasonfljótið, þar sáum við slatta af krókódílum, það var svolítið sérstakt og við sigldum meira að segja á einn þeirra,“ útskýrir Rúnar.Gestur Gunnarsson, Einar Rúnar Magnússon, Arnar Gunnarsson, Rúnar Gunnarsson og Gunnar Vilmundarson eru hér í skóginum fræga. Það tók um það bil hálft ár að skipuleggja ferðlagið. „Það er hellingur sem þarf að plana og skipuleggja því við gerðum þetta allt sjálfir en ekki í gegnum einhverja ferðaskrifstofu.“ Ferðalangarnir hyggja á aðra ævintýraferð. „Okkur langar næst að fara um Mongólíu á hestum. Það er ekki búið að negla dagsetningu en það er þó á planinu,“ bætir Rúnar við og mælir með slíkum ævintýraferðum.Gestur Gunnarsson við Colca Canyon sem er annað dýpsta gljúfur í heiminum.
Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira