Innlent

Náttúrusýningin er ennþá í pípunum

Freyr Bjarnason skrifar
Hryggjastykkið í sýningunni í Perlunni yrði beinagrind steypireiðar.
Hryggjastykkið í sýningunni í Perlunni yrði beinagrind steypireiðar.
Áfram er stefnt að sýningahaldi í Perlunni á vegum Náttúruminjasafns Íslands.

Það er gert þrátt fyrir að Alþingi hafi fellt um daginn fjögur hundruð milljóna króna stofnframlag til uppsetningar á sýningunni og þrátt fyrir heimild í frumvarpi til fjáraukalaga 2013 til þessa að leigja Perluna af Reykjavíkurborg fyrir Náttúruminjasafnið.

„Nú er vilji Alþingis ljós og jafnframt ljóst að ekki verður af sýningahaldi í Perlunni eins og að var stefnt með þeim glæsibrag og reisn sem sæmir höfuðsafni þjóðarinnar á sviði náttúrufræða,“ segir í tilkynningu frá Náttúruminjasafni Íslands.

Þar kemur fram að mikilvægt sé að hafa í huga að starfsemi Náttúruminjasafnsins snýst um miklu meira en áhugavert og arðbært sýningahald. „Líta ber á mikilvægi Náttúruminjasafnsins sem miðlægrar upplýsingaveitu og óformlegrar menntastofnunar á sviði náttúrufræða. Þetta ber að hafa í huga m.a. í tengslum við nýjustu PISA-kannanir sem benda eindregið til þess að ekki veiti af því að stórefla náttúrulæsi íslenskra ungmenna.“

Á meðal þess sem horft er til varðandi sýningahald í Perlunni er þema um sjávarspendýr. Hryggjarstykkið í henni yrði beinagrind steypireyðarinnar sem rak á land á Ásbúðum í ágúst 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×