Réttarstaða fátækra barna á Íslandi Þóra Jónsdóttir skrifar 20. desember 2013 06:00 Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa nýverið hafið vinnu við að vekja athygli á barnafátækt á Íslandi. Samkvæmt opinberum tölum Hagstofunnar áttu 73,4% heimila einstæðra foreldra með eitt barn eða fleiri, erfitt með að ná endum saman árið 2012, og 58% allra heimila með börn. Í skýrslu útgefinni af Hjálparstarfi Kirkjunnar og Rauða krossinum í Reykjavík frá 2012, „Farsæld – Baráttan gegn fátækt á Íslandi“ kom fram að Hagstofan áætlaði að um 8.800 börn væru undir lágtekjumörkum. Af þessum tölum má leiða að því sterkar líkur að þúsundir barna á Íslandi búi við verulegan skort á efnislegum gæðum. Það eru þau börn sem þessar tölur ná til, sem ekki geta tekið þátt í frístundastarfi eða íþróttum vegna þess að það eru ekki til peningar, og það eru þessi sömu börn sem hafa ekki tök á að mæta í afmælisveislur, því ekki er til peningur fyrir afmælisgjöfum. Því eru það einmitt þessi börn sem verða útsett fyrir að verða félagslega einangruð og eiga á hættu að þróa með sér ýmis vandamál sem geta haft neikvæð áhrif á allt þeirra líf. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem nýverið hefur verið lögfestur á Íslandi, segir að aðildarríki skuli eftir fremsta megni tryggja að börn megi lifa og þroskast. Í honum segir jafnframt að börnum skuli tryggð þau réttindi sem í Barnasáttmálanum er kveðið á um án mismununar af nokkru tagi. Ennfremur segir að aðildarríki hans skuli gera allar viðeigandi ráðstafanir til að sjá um að barni sé ekki mismunað eða refsað vegna stöðu eða athafna foreldra þess. Ríki skulu tryggja börnum þá vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst og skulu í því skyni gera allar nauðsynlegar ráðstafanir á sviði löggjafar og stjórnsýslu. Í Barnasáttmálanum er hins vegar að finna ákvæði, síðari málslið 4. gr., sem dregur verulega úr þýðingu ákvæða hans hvað varðar efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi barna. Orðalag ákvæðisins er á þann veg að hvað þessi réttindi snertir skulu aðildarríki gera allar viðeigandi ráðstafanir „að því marki sem þau framast hafa bolmagn til“. Þetta ákvæði er nauðsynlegt að hafa í huga þegar rætt er um mannréttindi barna.Alþingi forgangsraði Í Stjórnarskránni kemur einnig fram sú regla að börnum skuli tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Löggjafinn hefur með ýmsum hætti sett í lög ákvæði sem miða að því að uppfylla slíka skyldu. Má nefna ákvæði um greiðslu barnabóta, greiðslu barnalífeyris til foreldra sem eru öryrkjar og ef annað eða bæði foreldri hafa látist, sem og greiðslu umönnunarbóta fyrir langveik börn. Ekki er gert ráð fyrir því í lögum að foreldrum sé greidd fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum vegna barna sinna, þar sem ákvörðun um fjárhagsaðstoð er óháð barnafjölda. Það er vegna þess að í reglum um fjárhagsaðstoð er reiknað með því að barnabætur, meðlög og barnalífeyrir mæti kostnaði vegna barna. Þeir foreldrar sem hafa forsjá barna sinna fara með fjárhald þeirra og ráða persónulegum högum barna samkvæmt lögræðislögum. Þeim ber að annast barn sitt og sýna því umhyggju og virðingu og gegna forsjár- og uppeldisskyldum sínum svo sem best hentar hag barns og þörfum, eins og segir í barnalögum. En hver er staða barna þegar foreldrar þeirra geta ekki aflað tekna til að sjá fyrir þeim? Svar laganna er að barnabætur, barnalífeyrir og meðlög eigi að standa undir að greiða fyrir þarfir þeirra. Ríkið greiðir barnabætur til barnafjölskyldna. Samkvæmt samanburði BSRB á þróun verðlags og barnabóta sem fjallað var um í grein sem birtist á Vísi 11. desember, hefur kaupmáttur barnabóta lækkað um 22,5 prósent frá árinu 2007. Er á grunni þeirra upplýsinga hægt að halda því fram að ríkið sé eftir fremsta megni að tryggja að börn á Íslandi megi lifa og þroskast? Barnaheill – Save the Children á Íslandi skora á ríkisstjórn Íslands og þingheim allan að forgangsraða með hag barna fyrir brjósti við gerð fjárlaga ársins 2014. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þóra Jónsdóttir Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa nýverið hafið vinnu við að vekja athygli á barnafátækt á Íslandi. Samkvæmt opinberum tölum Hagstofunnar áttu 73,4% heimila einstæðra foreldra með eitt barn eða fleiri, erfitt með að ná endum saman árið 2012, og 58% allra heimila með börn. Í skýrslu útgefinni af Hjálparstarfi Kirkjunnar og Rauða krossinum í Reykjavík frá 2012, „Farsæld – Baráttan gegn fátækt á Íslandi“ kom fram að Hagstofan áætlaði að um 8.800 börn væru undir lágtekjumörkum. Af þessum tölum má leiða að því sterkar líkur að þúsundir barna á Íslandi búi við verulegan skort á efnislegum gæðum. Það eru þau börn sem þessar tölur ná til, sem ekki geta tekið þátt í frístundastarfi eða íþróttum vegna þess að það eru ekki til peningar, og það eru þessi sömu börn sem hafa ekki tök á að mæta í afmælisveislur, því ekki er til peningur fyrir afmælisgjöfum. Því eru það einmitt þessi börn sem verða útsett fyrir að verða félagslega einangruð og eiga á hættu að þróa með sér ýmis vandamál sem geta haft neikvæð áhrif á allt þeirra líf. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem nýverið hefur verið lögfestur á Íslandi, segir að aðildarríki skuli eftir fremsta megni tryggja að börn megi lifa og þroskast. Í honum segir jafnframt að börnum skuli tryggð þau réttindi sem í Barnasáttmálanum er kveðið á um án mismununar af nokkru tagi. Ennfremur segir að aðildarríki hans skuli gera allar viðeigandi ráðstafanir til að sjá um að barni sé ekki mismunað eða refsað vegna stöðu eða athafna foreldra þess. Ríki skulu tryggja börnum þá vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst og skulu í því skyni gera allar nauðsynlegar ráðstafanir á sviði löggjafar og stjórnsýslu. Í Barnasáttmálanum er hins vegar að finna ákvæði, síðari málslið 4. gr., sem dregur verulega úr þýðingu ákvæða hans hvað varðar efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi barna. Orðalag ákvæðisins er á þann veg að hvað þessi réttindi snertir skulu aðildarríki gera allar viðeigandi ráðstafanir „að því marki sem þau framast hafa bolmagn til“. Þetta ákvæði er nauðsynlegt að hafa í huga þegar rætt er um mannréttindi barna.Alþingi forgangsraði Í Stjórnarskránni kemur einnig fram sú regla að börnum skuli tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Löggjafinn hefur með ýmsum hætti sett í lög ákvæði sem miða að því að uppfylla slíka skyldu. Má nefna ákvæði um greiðslu barnabóta, greiðslu barnalífeyris til foreldra sem eru öryrkjar og ef annað eða bæði foreldri hafa látist, sem og greiðslu umönnunarbóta fyrir langveik börn. Ekki er gert ráð fyrir því í lögum að foreldrum sé greidd fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum vegna barna sinna, þar sem ákvörðun um fjárhagsaðstoð er óháð barnafjölda. Það er vegna þess að í reglum um fjárhagsaðstoð er reiknað með því að barnabætur, meðlög og barnalífeyrir mæti kostnaði vegna barna. Þeir foreldrar sem hafa forsjá barna sinna fara með fjárhald þeirra og ráða persónulegum högum barna samkvæmt lögræðislögum. Þeim ber að annast barn sitt og sýna því umhyggju og virðingu og gegna forsjár- og uppeldisskyldum sínum svo sem best hentar hag barns og þörfum, eins og segir í barnalögum. En hver er staða barna þegar foreldrar þeirra geta ekki aflað tekna til að sjá fyrir þeim? Svar laganna er að barnabætur, barnalífeyrir og meðlög eigi að standa undir að greiða fyrir þarfir þeirra. Ríkið greiðir barnabætur til barnafjölskyldna. Samkvæmt samanburði BSRB á þróun verðlags og barnabóta sem fjallað var um í grein sem birtist á Vísi 11. desember, hefur kaupmáttur barnabóta lækkað um 22,5 prósent frá árinu 2007. Er á grunni þeirra upplýsinga hægt að halda því fram að ríkið sé eftir fremsta megni að tryggja að börn á Íslandi megi lifa og þroskast? Barnaheill – Save the Children á Íslandi skora á ríkisstjórn Íslands og þingheim allan að forgangsraða með hag barna fyrir brjósti við gerð fjárlaga ársins 2014.
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun