Yngra fólk verður frekar fyrir innbroti Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 12. desember 2013 00:01 Lögreglufulltrúi Einar Ásbjörnsson segir innbrotum á höfuðborgarsvæðinu hafa fækkað gríðarlega á þessu ári. Fleiri í yngri aldurshópum hafa orðið fyrir barðinu á innbrotsþjófum en þeir sem eldri eru. Þetta kemur fram í niðurstöðum þolendakönnunar sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu vann í samstarfi við ríkislögreglustjóra. Innbrot var sérstaklega aðgreint frá þjófnaði í könnuninni en lagaleg skilgreining á innbroti er þegar farið er inn í lokað rými. Samkvæmt könnuninni hafa 11 prósent þeirra sem eru 18-25 ára orðið fyrir innbroti á höfuðborgarsvæðinu. Næststærsti hópurinn er á aldursbilinu 36-45 ára en 9 prósent þeirra hafa orðið fyrir innbroti. Fæstir í elsta aldurshópnum, 66-76 ára, hafa orðið fyrir innbroti eða um 2,4 prósent. Einar Ásbjörnsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglustöð fjögur í Grafarholti, segir innbrot í sérbýli vera algengari en í fjölbýli og þar sem fólk er lítið heima við. „Menn fara frekar í einbýli sem eru í jaðrinum á hverfinu þar sem hægt er að athafna sig án þess að vera fyrir augum nágrannans. Eldra fólk er meira heima við yfir daginn og jafnvel tveir bílar á heimilinu sem þýðir að alltaf er bíll í heimkeyrslunni. Það fælir innbrotsþjófa frá. Yngra fólk er frekar í vinnu allan daginn og börnin í skólanum. Það gæti útskýrt þetta að einhverju leyti án þess að ég hafi eitthvað fast í hendi,“ segir Einar. Erlendis er algengara að brotist sé inn hjá eldra fólki og síður hjá ungu fólki. Á Íslandi virðist því vera öfugt farið. „Ungt fólk á Íslandi á mikið af dýrum tækjum sem ganga kaupum og sölum í undirheimum. Staðalmynd innbrotsþjófs hér á landi, undanfarna áratugi, er karlmaður í neyslu. Það þýðir að skipulagið og undirbúningur innbrotsins er minna og frekar tilviljun sem ræður. En erlendis eru hugsanlega skipulagðari gengi sem gera út á skartgripi og fara í fínu hverfin.“ Einar segir innbrotshrinuna sem var á Íslandi í desember í fyrra vera dæmi um slíka skipulagða starfsemi. „Það voru útlendingar sem fóru skipulega í ránsferðir og þá var einmitt fyrst og fremst skartgripum stolið. Gullið hefur hækkað mikið í verði og svo fer líka minna fyrir því ef menn vilja koma því úr landi. En það virðist vera meiri atvinnumennska erlendis en hér heima. Annars hefur innbrotum hérlendis fækkað gríðarlega á þessu ári og því má þakka sameiginlegu átaki ákærusviðs og þeirra sem vinna að rannsókn málanna.Innbrot á höfuðborgarsvæðinu 2012Hlutfall í hverjum aldurshópi sem hefur orðið fyrir innbroti: 11% þeirra sem eru 16-25 ára 6,5% þeirra sem eru 26-35 ára 9% þeirra sem eru 36-45 ára 6% þeirra sem eru 56-65 ára 2,4% þeirra sem eru 66-76 ára Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
Fleiri í yngri aldurshópum hafa orðið fyrir barðinu á innbrotsþjófum en þeir sem eldri eru. Þetta kemur fram í niðurstöðum þolendakönnunar sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu vann í samstarfi við ríkislögreglustjóra. Innbrot var sérstaklega aðgreint frá þjófnaði í könnuninni en lagaleg skilgreining á innbroti er þegar farið er inn í lokað rými. Samkvæmt könnuninni hafa 11 prósent þeirra sem eru 18-25 ára orðið fyrir innbroti á höfuðborgarsvæðinu. Næststærsti hópurinn er á aldursbilinu 36-45 ára en 9 prósent þeirra hafa orðið fyrir innbroti. Fæstir í elsta aldurshópnum, 66-76 ára, hafa orðið fyrir innbroti eða um 2,4 prósent. Einar Ásbjörnsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglustöð fjögur í Grafarholti, segir innbrot í sérbýli vera algengari en í fjölbýli og þar sem fólk er lítið heima við. „Menn fara frekar í einbýli sem eru í jaðrinum á hverfinu þar sem hægt er að athafna sig án þess að vera fyrir augum nágrannans. Eldra fólk er meira heima við yfir daginn og jafnvel tveir bílar á heimilinu sem þýðir að alltaf er bíll í heimkeyrslunni. Það fælir innbrotsþjófa frá. Yngra fólk er frekar í vinnu allan daginn og börnin í skólanum. Það gæti útskýrt þetta að einhverju leyti án þess að ég hafi eitthvað fast í hendi,“ segir Einar. Erlendis er algengara að brotist sé inn hjá eldra fólki og síður hjá ungu fólki. Á Íslandi virðist því vera öfugt farið. „Ungt fólk á Íslandi á mikið af dýrum tækjum sem ganga kaupum og sölum í undirheimum. Staðalmynd innbrotsþjófs hér á landi, undanfarna áratugi, er karlmaður í neyslu. Það þýðir að skipulagið og undirbúningur innbrotsins er minna og frekar tilviljun sem ræður. En erlendis eru hugsanlega skipulagðari gengi sem gera út á skartgripi og fara í fínu hverfin.“ Einar segir innbrotshrinuna sem var á Íslandi í desember í fyrra vera dæmi um slíka skipulagða starfsemi. „Það voru útlendingar sem fóru skipulega í ránsferðir og þá var einmitt fyrst og fremst skartgripum stolið. Gullið hefur hækkað mikið í verði og svo fer líka minna fyrir því ef menn vilja koma því úr landi. En það virðist vera meiri atvinnumennska erlendis en hér heima. Annars hefur innbrotum hérlendis fækkað gríðarlega á þessu ári og því má þakka sameiginlegu átaki ákærusviðs og þeirra sem vinna að rannsókn málanna.Innbrot á höfuðborgarsvæðinu 2012Hlutfall í hverjum aldurshópi sem hefur orðið fyrir innbroti: 11% þeirra sem eru 16-25 ára 6,5% þeirra sem eru 26-35 ára 9% þeirra sem eru 36-45 ára 6% þeirra sem eru 56-65 ára 2,4% þeirra sem eru 66-76 ára
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira