Innlent

Benda syrgjendum á ljósið í myrkrinu

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Ragnhildur Ásgeirsdóttir býður alla velkomna á samveru fyrir syrgjendur sem er samstarfsverkefni Landspítalans, Þjóðkirkjunnar og Nýrrar dögunar. Fréttablaðið/Stefán Karlsson
Ragnhildur Ásgeirsdóttir býður alla velkomna á samveru fyrir syrgjendur sem er samstarfsverkefni Landspítalans, Þjóðkirkjunnar og Nýrrar dögunar. Fréttablaðið/Stefán Karlsson Mynd/Stefán Karlsson
Jólatíminn getur verið erfiður fyrir þau sem eiga um sárt að binda vegna fráfalls ástvinar. Fyrir þrettán árum var byrjað að bjóða upp á samverustund fyrir syrgjendur á aðventunni.

Samverustundin er samvinnuverkefni þjóðkirkjunnar, Landspítalans og Nýrrar dögunnar.

„Starfsfólk Landspítalans fann þörf fyrir stuðningi fyrir aðstandendur sem höfðu nýlega misst ástvin,“ segir Ragnhildur Ásgeirsdóttir, verkefnastjóri kærleiksþjónustu Biskupsstofu. „Fólk getur kviðið jólunum og fundið fyrir miklum söknuði á þessum tíma. Þá er gott að koma saman og benda á boðskap jólanna um ljósið sem skín í myrkrinu.“

Ragnhildur segir alla velkomna á samverustundina í Grafarvogskirkju í kvöld klukkan 20.00. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð mun flytja jólalög og sr. Sigfinnur Þorleifsson sjúkrahúsprestur flytur hugvekju. Eftir stundina verður boðið upp á léttar veitingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×