Skipulag jólasveinsins slær í gegn Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 12. desember 2013 07:00 Ragnheiður Stefánsdóttir nýtur þess að vera í foreldrahlutverkinu í desember. Mynd/GVA Ragnheiður Stefánsdóttir, þriggja barna móðir, segir jólasveininn vera duglegan að gefa börnunum sínum hagnýtar og skemmtilegar gjafir sem kosta þó ekki of mikið. „Hér er haft að leiðarljósi að gjafirnar veiti okkur fjölskyldunni gleðistundir á morgnana og veki eftirvæntingu. Við vöknum alltaf aðeins fyrr á morgnana í desember til að geta skoðað gjafirnar saman í rólegheitunum.“ Ragnheiður segir skipulag og hagkvæmni gera jólasveininum auðveldara að slá í gegn. „Það er gott að vera með opin augun allan ársins hring og fylla smátt og smátt í jólageymsluna. Svo fá börnin líka eitthvað sem þeim vantar hvort eð er, til dæmis tannbursta, jólasokka og nærföt. En líka eitthvað óvænt og spennandi sem vekur upp sérstaka kátínu. Best er þegar fjölskyldan getur skemmt sér saman yfir skógjöfunum. Verst er þegar það skapast stress á síðustu stundu og jólasveinninn þarf að bjarga málunum í næstu 10/11. Fyrirhyggjusemi margborgar sig.“ Ragnheiður nýtur þess að vera í foreldrahlutverkinu í desember og býr til sérstök dagatöl fyrir börnin. „Upphaflega voru þetta litlar gjafir en nú gef ég samverustundir foreldra og barna. Á hverjum morgni opna börnin miða sem gefur samverustund eins og tásunudd, spilakvöld, rafmagnslaust kvöld og föndurstund. Enn og aftur þarf að passa sig að fara ekki yfir strikið og bjóða upp á yfirgengilega skemmtidagskrá sem er ekki í takt við raunveruleika, fjármagn og tíma.“ Hún segir drengina sína í skýjunum með samvistardagatalið og kjósa frekar samveru en dót. „Þetta hvetur enn frekar til samverustunda með fjölskyldunni en þetta má auðvitað ekki verða kvöð eða aukaálag. Það er bara svo gott að jarðtengja sig og eiga stund í rólegheitum, þá gleymir maður sér síður í jólaatinu. Börnin mín hafa líka haft orð á því að desember sé orðinn miklu meira kósý með samvistardagatalinu.“Bryndís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOKMörg foreldrafélög setja sameiginlegar reglur fyrir börnin sín og samræma til dæmis kostnað vegna afmælisgjafa. Bryndís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOK, veit ekki til þess að foreldrafélag hafi haldið fund með jólasveininum í desember. „Umræðan um misdýrar skógjafir kemur upp á hverju ári. Það er því full ástæða til að hvetja foreldra til að taka sig saman innan bekkja og árganga og finna reglu sem jólasveinarnir geta sæst á.“ SAMFOK heldur námskeið á hverju hausti fyrir bekkjarfulltrúa þar sem hvatt er til þess að foreldrar hittist meira, spjalli saman og setji sameiginlegar reglur. „Þetta hefur borið góðan árangur. Það verður einfaldara að leysa vandamálin og skilja önnur sjónarmið þegar fólk hittist í eigin persónu. Börnin okkar eru hluti af skólasamfélagi, er ekki eyland í skólanum. Því ber okkur skylda til að vera þorpið sem elur upp barnið og standa saman í svona málum sem eru mikilvæg fyrir börnin okkar,“ segir Bryndís. Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Ragnheiður Stefánsdóttir, þriggja barna móðir, segir jólasveininn vera duglegan að gefa börnunum sínum hagnýtar og skemmtilegar gjafir sem kosta þó ekki of mikið. „Hér er haft að leiðarljósi að gjafirnar veiti okkur fjölskyldunni gleðistundir á morgnana og veki eftirvæntingu. Við vöknum alltaf aðeins fyrr á morgnana í desember til að geta skoðað gjafirnar saman í rólegheitunum.“ Ragnheiður segir skipulag og hagkvæmni gera jólasveininum auðveldara að slá í gegn. „Það er gott að vera með opin augun allan ársins hring og fylla smátt og smátt í jólageymsluna. Svo fá börnin líka eitthvað sem þeim vantar hvort eð er, til dæmis tannbursta, jólasokka og nærföt. En líka eitthvað óvænt og spennandi sem vekur upp sérstaka kátínu. Best er þegar fjölskyldan getur skemmt sér saman yfir skógjöfunum. Verst er þegar það skapast stress á síðustu stundu og jólasveinninn þarf að bjarga málunum í næstu 10/11. Fyrirhyggjusemi margborgar sig.“ Ragnheiður nýtur þess að vera í foreldrahlutverkinu í desember og býr til sérstök dagatöl fyrir börnin. „Upphaflega voru þetta litlar gjafir en nú gef ég samverustundir foreldra og barna. Á hverjum morgni opna börnin miða sem gefur samverustund eins og tásunudd, spilakvöld, rafmagnslaust kvöld og föndurstund. Enn og aftur þarf að passa sig að fara ekki yfir strikið og bjóða upp á yfirgengilega skemmtidagskrá sem er ekki í takt við raunveruleika, fjármagn og tíma.“ Hún segir drengina sína í skýjunum með samvistardagatalið og kjósa frekar samveru en dót. „Þetta hvetur enn frekar til samverustunda með fjölskyldunni en þetta má auðvitað ekki verða kvöð eða aukaálag. Það er bara svo gott að jarðtengja sig og eiga stund í rólegheitum, þá gleymir maður sér síður í jólaatinu. Börnin mín hafa líka haft orð á því að desember sé orðinn miklu meira kósý með samvistardagatalinu.“Bryndís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOKMörg foreldrafélög setja sameiginlegar reglur fyrir börnin sín og samræma til dæmis kostnað vegna afmælisgjafa. Bryndís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOK, veit ekki til þess að foreldrafélag hafi haldið fund með jólasveininum í desember. „Umræðan um misdýrar skógjafir kemur upp á hverju ári. Það er því full ástæða til að hvetja foreldra til að taka sig saman innan bekkja og árganga og finna reglu sem jólasveinarnir geta sæst á.“ SAMFOK heldur námskeið á hverju hausti fyrir bekkjarfulltrúa þar sem hvatt er til þess að foreldrar hittist meira, spjalli saman og setji sameiginlegar reglur. „Þetta hefur borið góðan árangur. Það verður einfaldara að leysa vandamálin og skilja önnur sjónarmið þegar fólk hittist í eigin persónu. Börnin okkar eru hluti af skólasamfélagi, er ekki eyland í skólanum. Því ber okkur skylda til að vera þorpið sem elur upp barnið og standa saman í svona málum sem eru mikilvæg fyrir börnin okkar,“ segir Bryndís.
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira